Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 16
SCOYENIA 8. mynd. Dreifing fara og spora eftir myndunarstöðum (ásýndum). - General distribudon of ichnofacies. lagskiptinguna. Hæð faranna er 8-10 sm og breiddin 3-4 sm og eru þau skýrt af- mörkuð frá setinu umhverfis, en jaðrar þeirra eru skarpir, ljósari en setið um- hverfis og úr samlímdum setkornum. Við báða enda faranna er sporöskjulaga trekt, sem liggur nær lóðrétt ofan í setið, en út frá trektinni skiptast á ljós og dökk bönd og sveigja þau ýmist að eða frá end- unum (2., 3. og4. mynd). í lóðréttu sniði sjást þessi bönd einnig, ýmist sveigð í átt að yfirborði eða niður á við. Dökku böndin eru úr svipuðum sandsteini og setið umhverfis förin. Ljósu böndin eru úr fínkornóttara seti og eru kornin sam- límd líkt því sem er í veggjum faranna. Allt útlit og bygging faranna bendir til þess, að setæta hafi myndað þau og því sé um fæðuför að ræða. Sambærileg för hafa fundist í mjög misgömlum jarðlög- um. Elstu för af þessari gerð eru frá upp- hafi fornlífsaldar, um það bil 600 milljón ára gömul, en þau hafa einnig fundist víða um heim í yngri jarðlögum og nú- tímamyndunum. Einkum eru þau algeng í setlögum mynduðum á töluverðu dýpi eða í skýldum umhverfum, þar sem orka er lítil t.d. í Cruziana- ásýndinni. Hafa þau verið nefnd Teichichnus til aðgrein- ingar frá öðrum förum. Setbygging 110

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.