Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 7
Árni Hjartarson:
Þjórsárhraunið mikla - stærsta
nútímahraun jarðar
Á síöari árum hafa verið skiptar skoð-
anir um það manna á meðal hvert sé
stærsta hraun á Islandi. Ódáðahraun er
stærsta hraunabreiðan, um það er ekki
deilt, þótt ekki séu menn á eitt sáttir um,
hvernig það skuli afmarkað. En Ódáða-
hraun er hraunaflæmi, sem myndað er af
fjölda einstakra hrauna og því er spurn-
ingunni um hvert sé stærsta einstaka
hraunið ósvarað. Lengi var álitið að það
væri Þjórsárhraun, eða Þjórsárhraunið
mikla, eins og Þorleifur Einarsson jarð-
fræðingur (1968) nefnir það, en þegar
tekið var að greina það upp í aðskilin
hraun upp úr 1950, leið ekki á löngu þar
til stærstu dyngjuskildirnir, Trölladyngja
og Skjaldbreiður voru settir í þann sess,
að teljast mestu einstöku hraunin,
a.m.k. hvað rúmmál snerti. I eftirfarandi
grein verða leidd að því rök, að Þjórsár-
hrauninu beri þessi heiðurssess með
sanni og að það sé ekki aðeins stærsta
nútímahraun á Islandi bæði að útbreiðslu
og rúmtaki, heldur muni vart stærra
hraun hafa komið upp á jörðinni allri
síðan ísöld lauk fyrir 10.000 árum.
RANNSÓKNARSAGAN
Allt frá upphafi íslandsbyggðar hafa
menn vafalaust þekkt nokkuð til Þjórsár-
hraunsins. Nafngiftin „Þjórsárhraun"
sést þó fyrst í ritum erlendra jarð-
fræðinga sem fjölluðu um jarðfræði Is-
lands á síðustu öld t.d. hjá Genth (1848)
og C. W. Paijkull (1867). Jónas Hall-
grímsson náttúrufræðingur og skáld
virðist hafa verið einna fyrstur til að átta
sig á því að samhangandi hraun er undir
öllum jarðvegi á Landi, Skeiðum og
Flóa. Sumarið 1840 ferðaðist hann um
Suðurland. Þann 26. sept. fór hann frá
Klausturhólum um Grímsnes og yfir
Hvítá á ferjustaðnum hjá Arnarbæli.
Þaðan reið hann að Hjálmholti. Á leið-
inni gaf hann jarðfræðinni ríkan gaum og
skrifaði m.a. hjá sér athugasemdir um
hraunið á Skeiðum. Hann nefnir það
„Markarhraun“. „Hvaðan hraunstraum-
urinn er kominn og hvort þetta sé sama
hraunið og liggur undir jarðvegi í Flóa er
enn óákvarðað", skrifar Jónas. Seinna
lét hann sér detta í hug að hluti af hraun-
inu væri kominn upp í Grímsnesgígum og
hefði flætt í breiðum straumum allt til
sjávar. Endanleg skoðun Jónasar á þessu
máli er síðan sett fram í hinni merkilegu
en vanmetnu eldfjallaritgerð „De Is-
landske Vulkaner“. í umfjöllun sinni um
Heklu skiptir hann forsögulegum hraun-
um frá fjallinu í þrennt. Elsta hraunið
telur hann vera mörg þúsund árum eldra
en íslands byggð og þekja allt láglendi á
Landi, Skeiðum og í Flóa. Þarna á hann
sem sagt við Þjórsárhraunið og telur það
úr Heklu komið („Rit eftir Jónas Hall-
grímsson 111“ gefin út af Matthíasi Þórð-
arsyni 1934).
Næstu vangaveltur um uppruna þessa
hrauns sem vitað er um eru í handritinu
Lbs. 578 4to. „Lýsing Þjórsárdals af
Náttúrufræðingurinn 58 (1), bls. 1-16, 1988
1