Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 7
Árni Hjartarson: Þjórsárhraunið mikla - stærsta nútímahraun jarðar Á síöari árum hafa verið skiptar skoð- anir um það manna á meðal hvert sé stærsta hraun á Islandi. Ódáðahraun er stærsta hraunabreiðan, um það er ekki deilt, þótt ekki séu menn á eitt sáttir um, hvernig það skuli afmarkað. En Ódáða- hraun er hraunaflæmi, sem myndað er af fjölda einstakra hrauna og því er spurn- ingunni um hvert sé stærsta einstaka hraunið ósvarað. Lengi var álitið að það væri Þjórsárhraun, eða Þjórsárhraunið mikla, eins og Þorleifur Einarsson jarð- fræðingur (1968) nefnir það, en þegar tekið var að greina það upp í aðskilin hraun upp úr 1950, leið ekki á löngu þar til stærstu dyngjuskildirnir, Trölladyngja og Skjaldbreiður voru settir í þann sess, að teljast mestu einstöku hraunin, a.m.k. hvað rúmmál snerti. I eftirfarandi grein verða leidd að því rök, að Þjórsár- hrauninu beri þessi heiðurssess með sanni og að það sé ekki aðeins stærsta nútímahraun á Islandi bæði að útbreiðslu og rúmtaki, heldur muni vart stærra hraun hafa komið upp á jörðinni allri síðan ísöld lauk fyrir 10.000 árum. RANNSÓKNARSAGAN Allt frá upphafi íslandsbyggðar hafa menn vafalaust þekkt nokkuð til Þjórsár- hraunsins. Nafngiftin „Þjórsárhraun" sést þó fyrst í ritum erlendra jarð- fræðinga sem fjölluðu um jarðfræði Is- lands á síðustu öld t.d. hjá Genth (1848) og C. W. Paijkull (1867). Jónas Hall- grímsson náttúrufræðingur og skáld virðist hafa verið einna fyrstur til að átta sig á því að samhangandi hraun er undir öllum jarðvegi á Landi, Skeiðum og Flóa. Sumarið 1840 ferðaðist hann um Suðurland. Þann 26. sept. fór hann frá Klausturhólum um Grímsnes og yfir Hvítá á ferjustaðnum hjá Arnarbæli. Þaðan reið hann að Hjálmholti. Á leið- inni gaf hann jarðfræðinni ríkan gaum og skrifaði m.a. hjá sér athugasemdir um hraunið á Skeiðum. Hann nefnir það „Markarhraun“. „Hvaðan hraunstraum- urinn er kominn og hvort þetta sé sama hraunið og liggur undir jarðvegi í Flóa er enn óákvarðað", skrifar Jónas. Seinna lét hann sér detta í hug að hluti af hraun- inu væri kominn upp í Grímsnesgígum og hefði flætt í breiðum straumum allt til sjávar. Endanleg skoðun Jónasar á þessu máli er síðan sett fram í hinni merkilegu en vanmetnu eldfjallaritgerð „De Is- landske Vulkaner“. í umfjöllun sinni um Heklu skiptir hann forsögulegum hraun- um frá fjallinu í þrennt. Elsta hraunið telur hann vera mörg þúsund árum eldra en íslands byggð og þekja allt láglendi á Landi, Skeiðum og í Flóa. Þarna á hann sem sagt við Þjórsárhraunið og telur það úr Heklu komið („Rit eftir Jónas Hall- grímsson 111“ gefin út af Matthíasi Þórð- arsyni 1934). Næstu vangaveltur um uppruna þessa hrauns sem vitað er um eru í handritinu Lbs. 578 4to. „Lýsing Þjórsárdals af Náttúrufræðingurinn 58 (1), bls. 1-16, 1988 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.