Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 12
2. mynd. Búði í Þjórsá fellur fram af jaðri Þjórsárhraunsins. Á þessum stað hefur hraunið streymt í þungum streng gegnum Búðaröðina, en það er jökulgarðaröð sem kennd er við fossinn. - Búði waterfall in the Þjórsá river at the margin ofthe Þjórsá lava. At this site the lava has flowed in rapids through a narrow pass in the Búði end moraines. (Mynd/photo Árni Hjartarson). milli Búrfells og Sauðafells en þegar nið- ur fyrir Búrfell kemur fer það að breiða vel úr sér. Það rennur fyrir mynni Þjórsárdals og virðist hafa stíflað þar upp vatn, því að í jarðvegssniðum þar við hraunjaðarinn er þykkt lag af vatnaseti. í Landssveit umlykur það Skarðsfjall og Eskiholtsbjalla. Tunga úr því flæðir nið- ur Landssveitina en stöðvast á jökul- görðum Búðaraðarinnar við Bjalla og Hrólfsstaðahelli. Aðalflaumurinn hefur fylgt farvegi Þjórsár, flætt umhverfis Þjórsárholtsholt og Skaftholtsfjall og að Búðaröðinni hjá Stórahofi (1. mynd). í hana eru tvö tiltölulega mjó skörð; við Búða og Kálfá. Um þau hefur hraunið flætt í stríðum strengjum (2. mynd) og síðan breitt sig út yfir Skeið og Flóa. Við ströndina hefur það mætt fyrirstöðu sjáv- arins sem með kælingu sinni hefur sveigt meginstraum þess til austuráttar allt að núverandi ósum Þjórsár og e.t.v. austur fyrir hann. Til vesturs teygist hraunið yfir um Ölfusárós og kemur fram í bor- holum í Óseyrartanga 1500 m vestan ár. Rennslisleið hraunsins frá Heljargjá að Þjórsárósum er um 140 km löng. All miklar landslagsbreytingar hafa orðið samfara gosinu. Þjórsá og Tungná hafa skilið að skiptum um nokkurn tíma. Tungná hefur fylgt austurjaðri hraunsins og fallið niður með Valafelli um Rangár- botna og eftir núverandi farvegi Ytri- Rangár allt til sjávar. Áður en hraunið rann er líklegt að Hvítá og Þjórsá hafi leikið á aurum meira eða minna sam- 6

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.