Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 13
3. mynd. Þjórsárhraunið myndar strandlengjuna milli Ölfusár og Þjórsár og teygir sig víðast mörg hundruð metra út fyrir fjöruborð. - The Pjórsá lava forms the reefy shore between the rivers Þjórsá and Ölfusá in South Iceland and stretches several hundreds of metres subaqueously out from the shore. (MyndIphoto Árni Hjartarson). fléttaðar á Skeiðum og í Flóa. Hraunið hefur aðskilið þær og markað þeim fasta rás sitt hvoru megin við sig. Því hefur meira að segja tekist að þröngva Þjórsá um sund í gegn um holtin hjá Urriða- fossi. í vatnavöxtum hefur Þjórsá þó alla tíð flætt talsvert um hraunið, einkum á Skeiðum. SJÁVARBORÐ Á TÍMUM ÞJÓRSÁRHRAUNSGOSSINS Ströndin milli Þjórsár og Ölfusár hefur tekið afgerandi breytingum við hraun- rennslið. Lítið er hægt að segja til um legu strandarinnar fyrir Þjórsárhrauns- gosið. Ljóst er þó, að hraunið hefur fært hana eitthvað fram. Við Eyrarbakka og Stokkseyri og víða um neðanverðan Flóa er hraunbotninn 15-20 m undir sjávarmáli. Margir hafa bent á að sjávarborð hafi sýnilega legið töluvert neðar á þessum tíma en síðar varð, eða allt að 20 m undir núverandi sjávarmáli. Þetta fær þó varla staðist. Hraunið teygir sig í sjó fram, víða mörg hundruð metra út fyrir fjörukambinn. Hraunbrúnin er undir stórstraumsfjöru- borði og rís aldrei úr sjó (3. mynd). í gögnum frá Sjómælingum íslands sést að hraunjaðarinn fram undan Eyrarbakka- höfn er um 1 km utan við ströndina (800 m utan við stórstraumsfjöruborð). Hraunjaðarinn í sjónum er um 10 m hár. 7

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.