Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 20
6. mynd. Þjórsárhraunið þangi vaxið út af Eyrarbakka. - The Pjórsá lava covered by
seaweed at Eyrarbakki harbour. (Myná/photo Árni Hjartarson).
urinn sem út kemur er því raunverulegur
aldur í almanaksárum talinn.
Öðru máli gegnir um geislakolsárin,
þau hafa reynst vera lengri en almanaks-
árin. Aldursgreiningastofur reikna ætíð
með að helmingunartími geislakolsins
(C-14) sé 5570 ár þótt vitað sé að raun-
verulegur helmingunartíimi þess sé ná-
lægt 5730 árum. Að auki þarf að leiðrétta
aldurinn vegna þess að C-14 innihald
lofthjúpsins er dálitlum breytingum und-
irorpið frá einum tíma til annars. Þegar
þetta tvennt er haft í huga þarf að bæta
um 780 árum við sýni sem mælist 7800
ára með geislakolsgreiningu, til að fá
raunverulegan aldur (Bruns o. fl. 1983).
Með þessum reikningum verður aldur
sýnisins undan Þjórsárhrauni í Árnesi
8580±140 ár. Þarna munar aðeins 120
árum. á aldursgreiningaraðferðunum,
sem er vel innan skekkjumarka. Það er
því mjög sennilegt að ummerkin í Græn-
landsísnum um gosið mikla séu frá
Þjórsárhraunsgosinu komin.
Ekki eru enn öll kurl komin til grafar,
sem varða þetta mesta hraungos nútím-
ans. Útbreiðsla og rúmmál hraunsins eru
innan all stórra óvissumarka, veðurfars-
leg og gróðurfarsleg áhrif gossins eru
óþekkt með öllu og um eldstöðvarnar
má nota orð Jónasar Hallgrímssonar,
sem hann skrifaði í dagbók sína fyrir
hálfri annarri öld: „Hvorfra denne Lava-
ström hidrörer, det er endnu uafgjort“.
14