Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 24
 1. mynd. Skeggþerna í Garði 30. apríl 1987. Takið eftir kríulegu höfði, dökk- um kviði og dökkum vængendum. - Whiskered Tern in Garður 30 April 1987. Notice the Arctic Tern-like head, dark belly and dark wing-tips. (MyndIphoto Kristján Lill- iendahl). að henni. Því gafst okkur kostur á að virða hana vel fyrir okkur bæði með sjónaukum (8-10x stækkun) og fjarsjám (22 x stækkun), auk þess sem teknar voru myndir af fuglinum. Minnsta fjar- lægð í fuglinn var um 30 m. Skeggþernan dvaldist á þessu sama svæði í um fjórar vikur og sá hana fjöldi manns. Síðast fréttum við af henni þann 24. maí og virtist hún þá vera í fullu fjöri (Erling Ólafsson munnl. uppl.). Við teljum að skeggþernan hafi verið fullorðin, tveggja ára eða eldri. Þar sem ekki er hægt að greina tveggja ára fugla frá eldri fuglum er einungis þörf á að velta fyrir sér þeim möguleika að fuglinn hafi verið eins árs. Búningur fuglsins og varptími tegundarinnar í Evrópu útilok- ar að þetta hafi verið ungi frá árinu. Tal- ið er að flestir eins árs gamlir fuglar dveljist á vetrarstöðvum tegundarinnar og séu þá í vetrarbúningi (Mees 1977). Fuglinn var í næstum því fullkomnum varpbúningi. Hugsanlegt er að eins árs fuglar komi norður að vori og fari í varp- búning. Vegna litarmunar á endum handflugfjaðra, sem áður er getið, eru þó hverfandi líkur á því að umræddur fugl hafi verið eins árs. Þessi litarmunur stafar af því að fjaðrirnar eru misgamlar og eru fjaðrir með dökka enda eldri en fjaðrir með ljósa enda. Eins árs gamlir fuglar eru með jafngamlar, og því jafn- litar, handflugfjaðrir (Cramp 1985). Undirtegundir skeggþernu eru þrjár. í Astralíu verpir C.h. javanicus og í suður- og austurhluta Afríku verpir C.h. dela- landii. Fuglinn sem hér sást er sennilega C.h. hybridus en sú undirtegund verpir í sunnanverðri Evrópu, norður Afríku og allt austur í Kína (Mees 1977, Cramp 1985).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.