Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 29
2. mynd. Kínarauðviður frá Súgandafirði. - Metasequoia occidentalis Chaney from Súg- andafjörður (mynd/photo Hjálmar R. Bárðarson). göngum eru öll göngin um 300 m löng (Freysteinn Sigurðsson & Kristján Sæ- mundsson 1984). Surtarbrandurinn frá Botni reyndist misjafnlega vel sem elds- neyti og samkvæmt rannsókn Guðmund- ar G. Bárðarsonar (1918) er öskumagnið neðst í laginu 25,47%. Jarðlögunum í Botnsdal hallar um 1-3° í suðaustur. Segulstefna blágrýtislag- anna var mæld neðan og ofan við setlög- in með surtarbrandinum og reyndist hún vera eins og í dag, þ.e. hraunin eru rétt segulmögnuð. í fjallinu Spilli, utar í firð- inum, hafa verið aldursákvörðuð blá- grýtislög með kalíum-argon aðferð og reyndist sýni úr 60 m hæð yfir sjó vera 15,32±0,17 milljón ára gamalt og sýni úr 340 m hæð yfir sjó sýndi aldurinn 12,90±0,18 milljón ár (McDougall o.fl. 1984). Gera má því ráð fyrir að setlögin með surtarbrandinum séu 13-14 milljón ára gömul og af svipuðum aldri og stein- gervingalögin í Selárdal í Arnarfirði. Sumarið 1981 var sá sem þessar línur ritar ásamt þremur sovéskum jarðvís- indamönnum, Michael Akhmetiev, Al- fred Geptner og Andrei Perfiliev, við rannsóknir í Súgandafirði og fundum við 23

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.