Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 30
þá fáeinar jurtaleifar í setlagi í námuop- inu í Botni. Virtust þær allar af sömu gerö, þ.e. för eftir greinabúta með mjó- um og nálarlaga blöðum ekki ólíkum barrnálum. Leifum þessum verður lýst nánar hér á eftir. LÝSING Á JURTALEIFUNUM Jurtaleifarnar frá Botni eru fáein för eftir greinabúta með blöðum í grábrún- um sandsteini og er lengsti búturinn 5 cm langur (2. mynd). Greinin hefur þó verið lengri, en brotið er af henni í báða enda og sést á einum stað að hún greinist í aðalgrein og styttri hliðargrein. Greinar- ásinn er grannur og hefur varla náð 1 mm í þvermál, en á honum eru gagnstæð blöð, sem sitja svo þétt, að aðeins eru örfáir mm á milli þeirra. Blöðin eru um 10 mm löng og 1,5 mm breið með greini- legum miðgára. Þau eru aflöng með því sem næst samsíða rendur og er blaðodd- urinn frekar ávalur. Blöðin eru flest nið- urrennd í átt að blaðbotni, þó hitt sé einnig til, að þau mjókki lítið niður á við og séu nánast ávöl neðst. Blaðstilkurinn er mjög stuttur og grannur og er skásett- ur á ásnum. Hornið milli blaðs og áss er oftast um 55°. Blöðin eru gagnstæð tvö og tvö þannig að hvert gagnstætt blaðpar stendur hornrétt á næsta blaðpar fyrir ofan eða neðan, og mynda þannig réttan kross (decussat). Blaðpörin verða tví- raða og blaðstilkirnir mynda sagtennt munstur á ásnum. Þessi lýsing fellur best að ættkvíslinni Metasequoia, sem hér verður kölluð kínarauðviður, að uppástungu Haraldar Ágústssonar. Haraldur hefur árum sam- an fengist við athuganir á mismunandi viðargerðum og komið sér upp ágætu viðarsafni, sem hann hefur nú gefið Há- skóla íslands. Nafnið kínarauðviður er í allgóðu samræmi við sænska nafnið á ættkvíslinni, en það er kinesisk Sequoia og á ensku hefur hún verið nefnd dawn redwood eða dögunarrauðviður, þ.e. rauðviður frá landi dögunarinnar. Frek- ari greining bendir til þess að hér sé um að ræða tegundina Metasequoia occi- dentalis, sem Bandaríkjamaðurinn R.W. Chaney lýsti fyrstur árið 1951. Blaðleif- um eða greinabútum af kínarauðviði hefur ekki verið lýst áður úr íslenskum jarðlögum. NOKKUR ORÐ UM KÍNARAUÐVIÐ í fyrstu var kínarauðviði ruglað saman við annan rauðvið og þá aðallega Sequoia langsdorfi, sem er eingöngu þekktur úr jarðlögum, og hefur ekki fundist núlifandi. Árið 1941 tók japanski steingervingafræðingurinn S. Miki eftir því að greinar með blöðum, sem höfðu fundist í setlögum frá plíósentíma í Jap- an, voru frábrugðnar dæmigerðum Sequoia-greinum, þar sem blöðin sátu hver á móti öðrum á greinunum (decus- sat), en ekki til skiptis. Miki taldi að hér væri um að ræða áður óþekkta ættkvísl af rauðviði og nefndi hana Metasequoia. Síðan hafa fundist greinahlutar og köngl- ar af Metasequoia eða kínarauðviði í jarðlögum í Norður-Ameríku, Græn- landi, Svalbarða, Færeyjum, Norður-Sí- beríu og Suður-Rússlandi. Frjókorn hafa fundist í tertíerlögum í Skotlandi, en jurtaleifar úr brúnkolalögum við Rín í Vestur-Þýskalandi, sem voru álitnar af kínarauðviði, eru nú taldar tilheyra öðr- um ættkvíslum (Rasmussen & Koch 1963, Gothan & Weyland 1964). Elstu leifar kínarauðviðar eru frá efsta hluta krítartímabils og því eldri en 65 milljón ára gamlar. Talið var að ættkvíslin hefði dáið út ofarlega á tertíer því að yngstu jarðlög, sem hún var þekkt í, voru eldri en 3 milljón ára gömul og hún var óþekkt úr jarðlögum frá ísöld og nútíma. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.