Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 35
2. mynd. Kapilluþræðir og gró af Bovista limosa (nr. 9543) í Náttúrugripasafninu á Akureyri. - Capillitium and spores of Bovista limosa. (MyndIphoto Helgi Hallgríms- son). um ættkvíslina Bovista, að þetta væru aðskildar tegundir og gildir því hið upphaflega fræðinafn Rostrups. Samkvæmt Kreisel (1967) hefur B. limosa einnig fundist í Svíþjóð, Bret- landi, Belgíu og Austurríki, ennfrem- ur í norðurhluta Bandaríkja N. Amer- íku. Útbreiðsla hennar virðist vera fremur meginlandskennd og norðlæg (boreal-continental), og kemur það vel heim við fundarstaðinn hérlendis. Hér fannst tegundin fyrst 6. sept- ember 1984, við býlið Bárufell í út- jaðri Akureyrarbæjar að norðan, og skammt fyrir sunnan verksmiðjuna í Krossanesi. Þar var allmikið af henni í gömlu, hálfgrónu flagi, sem hefur lík- lega verið kartöflugarður fyrir all- mörgum árum, en er nú að mestu þakið lágum mosagróðri, enda nokk- uð rakt. Helstu mosategundir voru Dicranella tegundir, Leptobryum pyriforme og Bryum tegundir, en á stangli uxu língresistegundir og beiti- eski (Equisetum variegatum). Myndir voru teknar á staðnum, og fylgir ein þeirra hér með, og fáeinum eintökum safnað (nr. 9543 í sveppasafni Náttúrugripasafnsins á Akureyri). Rétt fyrir neðan fundarstaðinn er smávík, sem nefnd er Jötunheimavík, eftir síldarstöð sem Norðmenn ráku þar á fyrstu áratugum aldarinnar, og á heimsstyrjaldarárunum voru skála- hverfi Breta ekki fjarri staðnum. Þar sem dvergkúlan hefur enn ekki fundist annarsstaðar hér á landi, þykir mér líklegast að hún hafi slæðst hing- að frá þessum löndum, en vonandi hefur hún náð slíkri fótfestu þarna að 29

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.