Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 39
3. mynd. Vatnamýs úr Bakkatjörn, Eyjafirði, Ijósmyndaðar á fundarstað 16. ágúst 1982. - False lake ballsfrom Bakkatjörn lagoon, Eyjafjördur, photographed in situ on Augustló, 1982. (Ljósm.tphoto Helgi Hallgrímsson). Vatnamýsnar frá Holtavörðuvatni eru greinilega betur mótaðar en hinar (sjá 1. & 2. mynd). Þær eru því sem næst kringlóttar; eru líklega eldri, svo framarlega sem umhverfisþættir, sem áhrif hafa á myndun þeirra, hafi verið eins í báðum vötnunum. Vatnamýsnar úr Hádegisvatni eru á mismunandi myndunarstigum, sumar kringlóttar, aðrar meira sporöskjulaga, en út úr einum vafninganna stóðu mosatjásur í allar áttir sem gera útlit hans fremur óreglulegt. Hann mældist u.þ.b. 56 x 30 x 17 mm að stærð. Vatnamýsnar úr Bitrufirðinum lágu innan um mosa- flyksur, sem síðar gætu hafa orðið að vatnamúsum. Vatnamýsnar úr Hádeg- isvatni eru ólíkar kúlunum frá Holta- vörðuheiði að því leyti, að þær höfðu greinilega legið í meiri botneðju, enda var nokkur aur í þeim. Fyrir bragðið eru þær stökkari, og hafði ein þeirra brotnað í tvennt í geymslu. Vatnamýs eru þekktar erlendis frá, t.d. á Norðurlöndum og í N-Ameríku (Luther 1979, Schloesser, Hiltunen & Owens 1983, Tirén 1983). Þær hafa bæði fundist í vötnum og í sjó. Luther (1979) hefur dregið saman ágætt yfirlit um vatnamýs og aðrar kúlulaga mynd- anir sem finnast í vatni. Hann getur margra heimilda um þetta efni. Slík kúlulaga fyrirbrigði setur hann í þrjá megin flokka: 33

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.