Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 43

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 43
Jörundur Svavarsson og Stefan Mattson: Nýjar sambýlis- og sníkju- krabbaflær fundnar við ísland Það hefur Iengi verið þekkt að ýmis krabbadýr (Crustacea) lifa í sambýli við aðrar lífverur, eða jafnvel sníki á þeim. Flest af þessum dýrum tilheyra flokknum Copepoda, þ.e. eru krabba- flær, eins og hin algenga rauðáta. Þekktar eru nokkuð yfir þúsund teg- undir sníkju- og sambýliskrabbaflóa. Sambýlis- og sníkjudýr eru þó ekki jafn algeng innan allra ættbálka krabbaflóa. Sambýlisdýr er einkum að finna innan ættbálksins Cyclopoida, en innan ættbálkanna Siphonostoma- toida og Poecilostomatoida eru ein- göngu sníkjudýr. Sníkjulífi eða sam- býlislifnaðarhættir fyrirfinnast ekki innan ættbálks rauðátunnar, Calan- oida, og aðeins fáeinar tegundir Harpacticoida (botnkrabbaflær) lifa í sambýli við aðrar lífverur. Hýslar krabbaflóa eru fjölbreytileg- ir. Fjöldi tegunda hefur fundist í eða á fiskum, burstaormum (Polychaeta), lindýrum (Mollusca), skrápdýrum (Echinodermata), möttuldýrum (Tuni- cata) og einnig í eða á öðrum krabba- dýrum. Sníkju- og sambýliskrabbaflær hafa oft ákaflega furðulega líkams- byggingu og fátt eitt bendir til upp- runa þeirra. Enda er algengt að þær lifi meginhluta lífs síns innan í hýsli og nærist á fæðu hans eða á honum sjálf- um. Lirfur (nauplius) krabbaflónna eru þó hefðbundar í útliti og líkjast lirfum annarra krabbaflóa. Karldýr eru oft ósérhæfðari og smærri en kvendýr. í hefti 34 í 3. bindi safnritsins Zoo- logy of Iceland er fjallað um sníkju- og sambýliskrabbaflær við ísland (Stephensen 1940). Þar er getið 44 tegunda, sem flestar sníkja á fiskum, en aðeins 10-11 tegundir eru sníkju- eða sambýlisdýr hryggleysingja. Astæður þess að svo fárra dýra í sam- býli við hryggleysingja er getið hér- lendis eru margar, en megin ástæðan er eflaust að þessari grein dýrafræði hefur ákaflega lítið verið sinnt hér- lendis. Hér verður greint frá tveimur krabbaflóategundum áður óþekktum hér við land. Þær lifa í tengslum við hryggleysingja, hvor um sig á sinn sér- staka hátt. Dýrunum var safnað af Jóni Bogasyni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir að leyfa okkur að skoða þau. Þessi dýr eru Schizo- proctus inflatus Aurivillius, 1885 og Asterocheres lilljeborgi Boeck, 1859. Náttúrufræðingurinn 58 (1), bls. 37-41, 1988 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.