Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 49

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 49
Páll Imsland: íslandseldar, 61 ári eftir eldfjallasögu Thoroddsens, ritdómur og bókargreining Þegar þetta er ritað, er liðið rúmlega 61 ár síðan Vísindafélagið danska gaf út eld- fjallasögu Þorvaldar Thoroddsens (Die Geschichte der islandischen Vulkane) að honum látnum. Eldfjallasagan, eins og hún er oftast kölluð á íslensku, geymir rjómann af þeirri þekkingu, sem þessi heimsfrægi eldfjallafræðingur hafði aflað sér um íslenskar eldstöðvar og eldvirkni á starfsferli sínum, meðal annars með ferða- lögum um öll héruð landsins, bæði eldvirk og kulnuð. Þetta stórverk hefur eitt verið tiltækt sem heildaryfirlit yfir sögu og virkni íslenskra eldstöðva, þangað til fyrir næstsíðustu jól, að út kom bókin fslands- eldar: eldvirkni á íslandi í 10.000 ár, eftir Ara Trausta Guðmundsson. Útkoma íslandselda hlýtur því að teljast til meiri háttar menningarviðburða. En það er ekki rétt, sem stendur þar á hlífðar- kápu: „Hér er í fyrsta sinn í einni bók fjallað um allar virkar eldstöðvar á land- inu með úrvali mynda, skýringarmynda og korta.“ Þó að Eldfjallasaga Þorvaldar sé orðin vel sextug og að sjálfsögðu barn síns tíma og þar af leiðandi tiltölulega lítið myndskreytt miðað við nútímabækur, þá er engan veginn sæmandi að gera svo lítið úr henni. Hún er þrefalt stærri bók en ís- landseldar að blaðsíðutali og inniheldur næstum alla þá þekkingu, sem lá fyrir um íslensk eldfjöll á þessum tíma. Hún hefur tryggilega þjónað áhugamönnum og sér- fræðingum sem uppspretta gagna og hug- mynda. Það þarf miklu meira en svona hlífðarkápustaðhæfingu til þess að skáka slfku riti. En eftir 61 árs hlé kemur loks nýtt heildaryfirlit yfir eldvirknina á ís- landi, landi þar sem nær þriðjungur flatar- málsins telst vera innan eldvirkra svæða, landi þar sem gosið hefur að meðaltali á tveggja og hálfs árs fresti síðustu eitt hundrað árin. íslandseldar er 168 blaðsíður að lengd í frekar stóru broti. Höfundur textans er Ari Trausti Guðmundsson. Kort eru unn- in af Gunnari Hauki Ingimundarsyni og teikning skýringarmynda af Eggert Péturs- syni. Umsjón og útlit annaðist Jónas Ragnarsson, ritstjóri. Ljósmyndir í bók- inni eru eftir a.m.k. 23 ljósmyndara. En hvernig hefur þá tekist til við gerð þessarar bókar? Hér er rýnt í þessa bók með það fyrir augum að svara spurning- unni að einhverju leyti. Það verður aldrei gefið fullkomið svar við þessari spurningu, því að bók er margslungið verk og grein- ing á gerð hennar og gæðum er margþætt. Ég mun halda umfjöllunarþáttunum nokkuð aðskildum og jafnframt reyna að leggja meiri áherslu á þá þætti, sem lúta að fræðilegu hliðinni, því hvað smekks- atriði varðar hefi ég ekki við annað að styðjast en minn eiginn. Ég veit ekki til þess að hann sé betri en annarra, svo ég sé ekki neina sérstaka ástæðu til þess að hon- um sé hampað mikið í þessu sambandi eða hann gerður að úrslitadómara, en ég dreg heldur ekki dul á hann. Að sjálfsögðu kemur hann því fram aftur og aftur í þess- ari umfjöllun og fer þá best á því að taka hann sem slíkan, eins manns smekk. Náttúrufræðingurinn 58 (1), bls. 43-56,1988 43

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.