Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 50
í formála bókarinnar segir höfundur: „Efnistök í bókinni ráðast mest af þeirri ákvörðun höfundar og forleggjara að hún teljist fremur alþýðlegt fræðirit en vísinda- legt yfirlit." Hver er þá munurinn á alþýð- legu fræðiriti og vísindalegu? Þetta væri gott að hafa á hreinu. Af því, sem Ari Trausti segir síðar í formálanum, mætti ætla að hann teldi þennan mun felast í því, hvernig vitnað er til upplýsinga, sem er að finna í öðrum ritum; ef það er ekki gert á sama hátt og í svokölluðum viðurkennd- um alþjóðlegum fagtímaritum, þá teljist skrifin alþýðleg. í mínum huga er alþýð- legt fræðirit rit, sem fjallar um einhver af- mörkuð fræði á alþýðlegan máta, þ.e.a.s. á tiltölulega einföldu og auðskildu máli. Það sniðgengur flóknar útlistanir, sem reikna má með að almenningur hafi tak- markað gagn af. Það sneiðir hjá illa skil- greindum hugtökum, en útskýrir vel frum- hugtök og frumhugmyndir, sem það not- ar. Það sneiðir frekar hjá vaxtarbroddum fræðanna, ef hugmyndir þeirra hafa ekki enn öðlast sess innan fræðanna eða eru al- varlega umdeildar vegna þess að rann- sóknir á þeim eru ekki það langt komnar að þær hafi skilað fræðunum betur skiljan- legum til okkar. En alþýðlegt fræðirit er ekki rit þar sem slakað er á hinum fræði- legu kröfum um skilning á viðfangsefninu eða framsetningu þess. Það er ekki rit þar sem notast er við óljósa frásögn eða óná- kvæma eða þar sem tæpt er á hlutunum. Það verður einmitt að gera þær kröfur til alþýðlegra fræðirita að þau séu sem full- komnust fræðilega. Fræðimenn mega ekki skáka að almenningi einhverjum hálfgild- ings- eða annars flokks fræðum. Það er ekki fræðimennska. íslandseldar er nútímaleg bók að allri gerð. Hún notar margar aðferðir við að miðla upplýsingum til notenda sinna. Hún inniheldur megintexta, kort, ljósmyndir, sérunnar skýringarmyndir, töflur, inn- skotstexta o.fl. En hve mikill er þáttur hvers um sig í bókinni? Til þess að nálgast einhverja hugmynd um það hvernig bókin nýtir hinar ýmsu miðlunaraðferðir hef ég mælt hver eru innbyrðis hlutföll flatarmáls þess, sem í bókinni er notað undir hinar ýmsu miðlunaraðferðir. Stærstur er hlutur ljósmyndanna, eða um 44% bókarinnar. Þá kemur megintext- inn, en hann notar um 22% flatarmálsins. Kortin koma þar næst og þekja um 11%. Sérteiknaðar skýringarmyndir þekja 8%. Töfluefni þekur um 5%. Innskotstextar, innrammaðir smátextar hingað og þangað innan um annað efni bókarinnar, sem í flestum tilvikum er tekið beint eða nær beint upp eftir ýmsum höfundum, er um 4% bókarinnar. Skýringartextar við myndefnið þekja um önnur 4%. Staðsetn- ingarkort með stuttum upplýsingatexta um einstök eldstöðvakerfi þekja um 1% og sama pláss taka heimildaskrár. Ef litið er á allan textann annars vegar og allt myndefni (þar með taldar töflur) hins vegar, kemur í ljós að textinn er um 30% bókarinnar en myndefnið um 70%. Að draga af þessum tölum lærdóm í skyndingu er ekki svo auðvelt. Af þeim er þó eitt augljóst, að myndefni er gert mjög hátt undir höfði. í umfjölluninni hér á eftir mun ég taka fyrir einn og einn miðlunarþátt bókarinnar og draga síðan saman helstu niðurstöður mínar um bókina. Megintexti Meginmáli bókarinnar má skipta í þrjá hluta auk formálans. Fyrirferðarmestur er hluti tölusettu kaflanna 17, sem fjalla um eldstöðvakerfin í landinu. Þeim köflum er það sameiginlegt að fjalla mjög almennt um eldvirknina í þessum kerfum. Kerfun- um er lýst frá sjónarhorni almennrar jarð- fræði en með þungri áherslu á brot í jarð- skorpunni og dreifingu eldstöðvanna, raktir eru þættir úr bæði almennri rann- sóknarsögu þeirra og eldgosasögu og getið ýmissa sérkenna í landinu. í textanum eða meðfylgjandi töflum er reynt að gefa yfir- lit yfir gossögu þeirra síðan ísöld lauk. Ferlum eldvirkninnar (þ.e.a.s. því sem gerist í og við eldfjöll á yfirborði og á dýpi, svo sem myndun bergkviku, flutning hennar, kólnun, afgösun og storknun; sambandi afgösunar, sprenginga, gjósk- umyndunar og hraunrennslis; hegðun eld- gosa almennt; hvernig eldgígar, eldstöðvar og eldfjöll þróast; samspili jarðskjálfta- 44

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.