Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 52
ber yfirskriftina: „Gerðir basískra eld-
stöðva frá nútíma.“ Eldstöðvar eru hvorki
basískar né súrar, ekki einu sinni ísúrar.
Þessi orð eiga við um berg og kviku og
samsetningu þeirra. Á bls. 5: „brotalínur í
jarðskorpunni" (brot eru í jarðskorpunni,
línur eru á kortum og sýna brotin), á bls.
32: „tæmd hraunstífla" (stíflur er ekki
hægt að tæma, einungis lægðina, sem þær
skapa), á bls. 41: „súr dasítkvika“ (allar
dasítkvikur eru súrar), á bls. 68: „sveiflu-
kennd skjálftavirkni" (jarðskjálftum er lýst
sem bylgjum eða sveiflum í berglögum
jarðar, þetta er því eins konar sveiflu-
kennd sveifluvirkni), á bls. 80: „Hugsan-
leg askja er ein sú stærsta á landinu", á
bls. 166: „Undir megineldstöðinni er oft
kvikuþró (annað hvort er þar kvikuþró
eða ekki. Þetta er ekki umræða um tíðni
heldur ástand). Víða kemur fyrir orðið
„jarðvirkni". Hvað þýðir það? Er þetta
ekki bara annað orð yfir ferli? Á bls. 46
rakst ég á orðið „plötuskriðsrein". Er
þetta nýtt hugtak eða bara nýtt og óþarft
orð um gamalt hugtak, sprunguþyrpingu?
Á bls. 116 stendur: „Gosbeltið er hliðrað
. . . “ (hvort er gosbeltið hliðrað eða gos-
beltinu hliðrað?). Víða í bókinni segir höf-
undur heimildir vera eftir einhvern tiltek-
inn. Yfirleitt hafa menn ekki búið heim-
ildirnar til heldur aflað þeirra eftir hinum
ýmsu leiðum. Á bls. 113 stendur svo:
„Hitastigið hækkar reyndar líka með
auknu dýpi. Víða hækkar það þó ekki
nógu hratt til að berg djúpt í jörðu nái að
bráðna“. Hvað hefur þetta með hraðann
að gera?
Dæmi um faglegar missagnir í kaflanum
eru einnig mörg. Hér skulu nokkur tínd
til, til þess að sýna hvers eðlis missagnirn-
ar eru. Á bls. 11-12 stendur: „Nákvæmara
heiti á tímabilinu er plíó-pleistósen því ís-
öldin hér á norðurhjara var runnin upp
nokkru fyrr en sunnar og nær aftur á pleis-
stósen-hluta jarðsögutímabilsins á undan“.
Þetta er rangt. Plíó-pleistósen er ekki til
sem tímaskeið í jarðsögunni. Bæði plíósen
og pleistósen eru vel skilgreind tímaskeið,
samliggjandi og mætast á ákveðnum skil-
greindum mörkum. Hvort þá var kalt eða
hlýtt er allt önnur saga. Hvort þá var
grunnstingull eða gufubólstur, pétursskip
eða pálmatré skiptir engu. Á sama hátt og
mörkin á milli dags og nætur eru óháð
birtunni, þá eru mörkin á milli plíósen og
pleistósen óháð hitastigi eða blómskrúði.
Hitastig, dýr og plöntur eða ástand vatns
eru einfaldlega ekki mælikvarðar á tíma
og því engin ástæða til þess að rugla þessu
saman. A bls. 12 og aftur á bls. 21 eru
eftirfarandi klausur um heita reiti: „Er
leið á tertíer færðist virknin á heita reitn-
um þangað sem Island nú er.“ Ef virknin
færðist hlýtur heiti reiturinn að hafa færst
líka, en þetta er einmitt þvert á það sem
almennt er haft fyrir satt í þessu máli.
Heitu reitirnir eru langtíma fyrirbæri,
stöðug og hreyfast ekki úr stað tugi eða
hundruð milljónir ára. Ef eitthvað færðist
úr stað hlýtur það að hafa verið Island.
„Þessu til viðbótar verður að taka tillit til
öflugs möttulstróks, sem færist ef til vill úr
stað, undir plötunum nálægt rekhryggnum
um leið og plöturnar rekur yfir hann eða
er kyrrstæður." Ja, hvort er hann kyrr eða
færist? Á bls. 113 stendur: „Nokkrar
kristaltegundir (steindir, steintegundir) og
dálítið af gleri mynda svo til dæmis til-
tekna bergtegund . . . “ Hér er ruglað
saman tveim frumhugtökum bergfræðinn-
ar, kristal og steind, einu því alfyrsta, sem
menn læra í jarðfræðinámi hvar sem er í
heiminum. Á bls. 20 er svo þessi setning:
„Kvikuþrýstingur hækkar í hólfinu, tog-
spenna vegna reksins vex og sprungur
opnast." Sprungur opnast einmitt ekki á
meðan togspennan er vaxandi heldur um
leið og togspennan minnkar snögglega.
Togspennan vex í berginu uns brotmörk-
um þess er náð, þá brotnar bergið og
sprungur myndast og um leið minnkar
togspennan. Þessi síðasta málsgrein höf-
undar er orðuð á svo vafasaman máta
(togspennan vex og sprungur opnast), að
ég fetti fingur út í hana þannig að með
nokkrum sanni má kalla hártogun, en það
er vísvitandi gert. Það má nefnilega hár-
toga ýmsar málsgreinar hér, einkum í inn-
gangskaflanum. En alþýðlegt fræðirit,
engu síður en vísindaritgerð á að mínu
mati að vera svo skýrt orðað og hugsað að
hártogunum verði ekki komið við.
Á nokkrum stöðum leggur höfundur
annarlegar áherslur í máli sínu. Það sem
46