Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 54

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 54
göngu frumstæð basölt í eldgosunum. Þetta er hið dæmigerða sprungusveims- stig. Er líður á þróunarsögu kerfisins, breytist samsetning kvikunnar, basöltin verða þróaðri sem kallað er, gosvirknin safnast meir saman á afmarkað svæði inn- an hins upphaflega sprungusveims og jarð- hitakerfi fara að koma fram á yfirborðinu. Gosin virðast jafnframt fara minnkandi um leið og þeim fjölgar. Þetta er eins kon- ar millistig í þróuninni. En við þetta bygg- ist gjarnan upp einhvers konar fjallaklasi eða bálkur, einhvers staðar innan kerfis- ins, þar sem framleiðnin er mest. Þetta kallast megineldstöð. Eftir að hún verður áberandi fyrirbæri á þessu kerfi er ísúr og einkum súr bergkvika gjarnan farin að berast til yfirborðsins í eldgosum. Kviku- kerfið undir eldstöðvakerfinu hefur tekið verulegum breytingum engu síður en yfir- borðsfyrirbærin og ferlin, sem að þeim standa. Megineinkenni þessara breytinga í kvikukerfinu er að margra dómi það að til verður kvikuhólf undir megineldstöðinni á litlu dýpi. Þar er ætíð til staðar umtalsvert magn af bergkviku nærri yfirborði, sem ekki var áður. Ef þetta hólf nær upp á verulega lítið dýpi getur svo farið að þak þess bresti og jarðskorpan sígi ofan í kvikuhólfið um leið og kvikan streymir úr því og þar verður þrýstingsléttir, venjulega í stórgosi. Þá verður til askja í eldstöðinni. Þannig myndaðist Öskjuvatn í og eftir gos- ið 1875. Þannig er í stuttu og einfölduðu máli þróunarsaga eldstöðvakerfis. Eld- stöðvakerfi, sem eru á reklausu gosbeltun- um, þróast öðruvísi og haga sér í flestum atriðum á annan hátt. Um það vitum við þó miklu minna, meðal annars vegna þess að þau eru flest ekki eins virk og kerfi rek- beltanna. Auk þess hafa þau ekki verið jafn mikið rannsökuð á síðustu árum, þeg- ar frá er talin Hekla. Mér sýnist það einna helst vera van- hæfni höfundar til þess að sjá fyrir sér þró- unarsögu eldstöðvakerfis og tilhneiging hans til alhæfinga um, að öll eldstöðva- kerfi landsins séu eins, hagi sér eins og séu helst öll á sama stigi þróunar eða aldurs og að jafn mikið sé vitað um þau öll, sem veldur því að frásögn hans verður hvorki skýr né einföld og að heildarmyndin af eldstöðvakerfi verður ekki sannfærandi. Nú er það fjarri því að eldstöðvakerfin séu jafn lík innbyrðis og bókin gefur til kynna. Mismunur þeirra er í raun svo mikill í viss- um tilvikum að ég tel afar hæpið að það sé gerlegt að troða þeim öllum undir sama hatt. Það er ljóst að veigamikill munur er á flestum þáttum eldvirkninnar eða öllum á rekbeltunum og svo hinum beltunum þar sem rek á sér ekki stað. Þetta ætti í sjálfu sér að vera nægjanlegt til þess að menn fari með gát í alhæfinguna um þessi kerfi. Hvað er t.d. líkt með Snæfellsjökli og Kröflu, þegar að er gáð? Sú ákvörðun að halda stíft við eldstöðvakerfi sem ramma að umfjölluninni, leiðir til þess að einstakar eldstöðvar frá umræddu 10.000 ára tímabili falla í skuggann af kerfinu, sem þeim er komið fyrir í. Þær fá því ómerkilega umfjöllun og myndin af fjöl- breytileika íslenskrar eldvirkni verður fá- tæklegri. Ég nefni hér af handahófi jafn ólíkar eldstöðvar og Eldgjá, Skjaldbreið, Grænavatn, Valagjá, Hverfjall og Hraun- bungu. Annað atriði sem ég er ekki sáttur við er meðhöndlun höfundar á rekbeltum og gosbeltum, þ.e.a.s. skipting hinna eld- virku svæða í einingar með ólíka virkni og sem gegna ólíku hlutverki í heildarþróun jarðskorpunnar. Öll eldvirk svæði á land- inu ganga yfirleitt sameiginlega undir nafninu gosbelti. Það er því ótækt að kalla aðeins hluta þeirra þessu nafni. Rekbelti og reklaus væri nær lagi, ef nota á land- rekið til að greina þau að. En hvað er líka rekbelti að gera frá Skjaldbreið norður um Langjökul, ef þverbrota- og jarðskjálfta- beltið, sem hliðrar landrekinu, liggur um lágsveitir Suðurlands? A bls. 10 kemur í ljós að þau belti, sem Ari Trausti kallar gosbelti, eru líka hliðar- gosbelti. Það hugtak er hins vegar hvergi skilgreint. Til hliðar við hvað er það og hvers vegna? Hvernig er virkni þess frá- brugðin virkni annarra belta? Mér sýnist hér vera hið sama uppi á teningum og áð- ur um „miðjuna"; illa hugsað og óskil- greint hugtak er sett í umferð í textanum og leiðir einungis til ruglingslegrar frá- sagnar, mest vegna þess að höfundur hef- ur takmarkaðan áhuga á ferlum þeim sem 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.