Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 55

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 55
að verki eru, eða m.ö.o. á skilningi á at- burðarás eldvirkninnar. Hvernig vinnur eldvirknin? Það er ekki viðfangsefnið, sem kitlar höfundinn og knýr hann til skrifta. í bókinni er greint á milli fjögurra gos- hátta eða hegðunar eldgosa, flæðigosa, blandgosa, sprengigosa (þeytigosa) og tróðgosa (sem mun eiga að vera troð- gosa). Þetta er mikil einföldun. Slíkt er í sjálfu sér ágætt til þess að halda frásögn- inni eitthvað í skefjum. Það er á hinn bóg- inn illa til þess fallið að gefa skýra mynd af eldum íslands. Eitt meginsérkenni á eld- virkni Islands eru gos sem eiga sér stað í sjó og vötnum og undir jöklum. Um 20% af öllum gosbeltum landsins eru jökli hulin í dag og á fjórum eða fimm stöðum enda gosbeltin í sjó fyrir ströndum landsins. Goshegðun og uppbygging og gerð gos- efna í þessum gosum og önnur sérkenni þeirra fá 10 lína umfjöllun á bls. 18. Þetta verður að teljast mjög ófullkomin mynd og alls ónægjandi og síst í samræmi við mikilvægi þessara gosa í gossögu og eld- virkni landsins. Eitt merkasta framlag íslendinga í eld- fjallarannsóknum fyrr og síðar eru gjósku- lagafræðin. Meginfrömuður og forgöngu- maður þessa sérsviðs eldfjallafræðanna er talinn Sigurður Þórarinsson, sá maður sem þessi bók er sérstaklega tileinkuð. Nota- gildi gjóskulagafræðanna er ómetanlegt og nær langt út fyrir fræðasvið jarðfræðinnar, þjónar t.d. vel í fornleifafræði, sagnfræði og jarðvegsfræðum. Gjóskulagafræðin fá rétt rúmar sex línur í alls ófullnægjandi texta ásamt einni ljósmynd og einu korti. Sigurðar er ekki getið í þessu sambandi. Þeir kaflar sem fylgja á eftir inngangs- kaflanum eru einfaldari hvað umfjöllun varðar. Þeir eru kannski fyrst og fremst saga og sagnir um eldvirkni viðkomandi svæða auk almennrar lýsingar á náttúru svæðisins. Þangað má sækja mikinn fróð- leik um eldvirkt land, gossögu, einstök gos, einstakar eldstöðvar, einstaka gíga o.s.frv. og ekki síður jarðfræðileg fyrir- bæri ýmiss konar og hugmyndir, sem á einn eða annan hátt eru tengdar eldvirkn- inni. Þessir kaflar eru mikið samsafn fróð- leiks og finnst, mér vitanlega, ekki annað slíkt á einum stað hérlent, ef frá er talin hin 61 árs gamla Eldfjallasaga Þorvaldar Thoroddsens, sem að sjálfsögðu vantar allt hið unga og nútímalega. Frásögnin í þessum köflum er öll léttari og auðlesnari en í inngangskaflanum. Lík- lega er það vegna þess að höfundur er þar að fjalla um hugðarefni sín, eldfjallasögu og almenna íslenska náttúru, en ekki um ferli eldvirkninnar, sem virðast vera hans höfuðóvinur. Sem heild eru því þeir kaflar og þar með meirihluti bókarinnar mun betur úr garði gerður en inngangurinn. En á hann legg ég þó mesta áherslu vegna þess ég tel að hann skipti sköpum fyrir les- endur svona bókar um skilning á efninu og stöðu og tilgang fræðigreinar eins og eld- fjallafræða. Ljósmyndir Ljósmyndir í bókinni eru 125 og eignað- ar 23 höfundum og tveim stofnunum. Ljósmyndarar eru þó fleiri. Á bls. 167 er mynd eftir Gunnar H. Ingimundarson, en hans er ekki getið í skrá um ljósmyndara. Myndin á opnu 24—25 er ranglega eignuð Sigurði Þórarinssyni. Hana tók undirritað- ur kl. 01.20, hinn 19. okóber 1980, í 6. Kröflugosinu. Hún er ekki tekin í nóv- embergosinu 1981 eins og segir í myndtext- anum. Myndirnar eru langflestar litmyndir eða 117. Ljósmyndirnar eru afar misstórar, frá 36 cm2 til 1130 cm2, sem er heil bókaropna. Minnstu myndirnar þekja þannig aðeins rúm 3% af fleti þeirra stærstu. Til þess að fá yfirlit yfir ljósmyndirnar, eðli og gæði þessarar umfangsmestu miðl- unaraðferðar bókarinnar, deildi ég mynd- unum upp í hópa varðandi innihald þeirra og flokkaði þær síðan eftir stærð og mat hverja einstaka mynd með tilliti til mynd- gæða og til hittni þeirra, þ.e.a.s. hversu vel þær hæfa umfjöllunarefninu. Auðséð er að myndunum er raðað inn í bókina með tilliti til textans. Myndunum skipti ég í sex stærðarflokka til þess að kanna hvort samband sé á milli stærðarinnar, þ.e.a.s. þeirrar áherslu, sem höfundur leggur á viðkomandi mynd, og gæða og hittni myndarinnar. Bæði varðandi hittni og myndgæði skipti ég myndunum í fjóra 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.