Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 56
flokka og mat hverja mynd fyrir sig. Hvað hittni varðar, þá er skemmst frá því að segja, að yfirgnæfandi meirihluti myndanna hittir í mark og sjaldgæft er að mynd sé illa við hæfi í bókinni. í 1. hittni- flokk fóru 77% myndanna, 17% í 2. flokk, 5% í 3. flokk og aðeins 1% í 4. flokk. Um það bil 24% myndanna sýna eldgos, 18% eru af einstökum eldfjöllum og megineld- stöðvum og önnur 18% sýna einstaka gíga og gígaraðir. Um 4% leggja áhersluna á storkubergstegundir og önnur gosefni. Restin eða 36% eru af ýmsu öðru tengdu eldvirkninni, mest eru þetta þó yfirlits- myndir af landslagi og staðháttum á eld- virkum svæðum. Dreifing myndanna á myndgæðaflokk- ana er miklu jafnari. í þessu mati var helst tekið tillit til atriða eins og ljóss og lýsing- ar, litgæða, skerpu og skerpudýptar, myndbyggingar, skurðar, skila á innihald- inu og áhrifamáttar. í 1. gæðaflokk fóru 14% myndanna, 49% fóru í 2. flokk, 21% í 3. flokk og 16% í 4. flokk. Gæði mynd- anna eru sem sagt misjafnari en hittni þeirra og má segja að sú niðurstaða sé í góðu samræmi við formálaorð höfundar hér að lútandi: „Ljósmyndir í bókinni eru nokkuð misjafnar að gæðum enda réði myndefnið oft meiru en listfengi mynd- anna.“ Það eru níu myndir í bókinni, sem mér finnst skera sig úr vegna mikilla gæða sam- fara áhugaverðu myndefni. Þetta eru myndirnar á bls. 17, 18, 24-25, 63, 93 (efri mynd), 124 (neðri mynd), 136-137, 152- 152 og 156. Þá næstsíðustu af þessum myndum hefði ég þó varla valið í þessa bók. Það er nánast ekkert hægt að lesa út úr henni um eldvirkni svæðisins, en í riti um jökla myndi hún sóma sér með af- brigðum. Myndin á bls. 124 er afar drama- tísk, þó á henni sé galli að hún er hreyfð. Myndir teknar við þessar aðstæður hafa sést, m.a. á prenti, sem eru að kalla óhreyfðar. Myndin á bls. 18 er með þeim bestu, sem ég hef séð frá Heimaeyjargos- inu, og sýna þessar hádramatísku stundir á fyrstu dögum gossins. Það eru hins vegar níu myndir, sem mér finnst vera of léleg- ar, bæði að myndefni og myndgæðum, til þess að vera teknar í svona bók. Þetta eru myndirnar á bls. 31, 47, 61, 68, 69, 77, 93 (sú neðri), 123 (sú efri) og 147. Myndin á bls. 93 sýnir reyndar afar áhugavert atriði í eldvirkninni, upphaf eldgoss, en hún er mjög léleg og til eru margar mun betri myndir af þessu fyrirbæri. Hún er alls ekki einstök, eins og myndtextinn segir. Kort Kortin í bókinni eru 50, öll teiknuð af Gunnari H. Ingimundarsyni nema tvö af Eggert Péturssyni. Kortin eru yfirleitt afar vel gerð, einföld og skýr. Þau sýna fátt nema það bráðnauðsynlega og eru því öll mjög auðlesin og aðgengileg. Litaval við gerð þeirra er einfalt og yfirleitt mjög vel við hæfi. Einna helst sýndist mér að greina hefði mátt betur sundur þurrlendi og jökul á sumum kortanna, t.d. með daufum lit- uðum rasta. Vegna þess hve fáar hæðar- línur eru notaðar á kortunum, sem annars stuðlar mjög að einfaldleika þeirra, þá er í sumum tilvikum á mörkunum að svartar hæðarlínur á landi og bláar hæðarlínur á jökli (litaskil sem þó eru ekki algild) nægi til þess að greina þetta tvennt eins vel í sundur og æskilegt væri. Hér má sem dæmi nefna kortin á bls. 55 og 70-71. Flest kortin í þessari bók, eða rúmur helmingur, sýna dreifingu eldstöðva, hrauna, askja, brota og misgengja í hinum ýmsu eldstöðvakerfum, sem bókin lýsir. Sex kort sýna dreifingu gjósku frá ýmsum eldstöðvum, en restin sýnir ýmislegt ann- að tengt eldvirkninni. Öll eru kortin í nán- um tengslum við innihald textans. Á bls. 22 er kort af íslandi, er sýnir dreifingu bergættanna um gosbeltin. Inn á þetta kort er jafnframt bætt þverbrotabeltunum á Suðurlandi og fyrir Norðurlandi, en án skýringa eða athugasemda um það, í hvaða sambandi þau standa við dreifingu bergættanna. Hér er blandað saman í einni mynd hugtökum úr tveim undir- greinum jarðfræðanna, bergfræði og högg- unarfræði, án þess að tilgangurinn sé ljós og án þess að sambandið sé skýrt, ef það er til staðar. Skýringarmyndir Sérteiknaðar skýringarmyndir eru 21 í 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.