Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 24
18 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ið 1936 einangraði amerískur efnafræðingur, Northrop að nafni, eggjahvítuefni úr sundurleystum gróðri stafýlókokka og sýndi fram á, að það hafði alla eiginleika bakteríuæta. Northrop notaði efna- fræðilegar aðferðir við að hreinsa og einangra bakteríæturnar. Síð- ar tókst mönnum að nota últraskilvindu í þessu skyni, en slík skil- vinda er mjög hraðgeng, getur snúizt allt að 60 þúsund snúninga á mínútu. Hreinsunin er framkvæmd á þann hátt, að bakteríugróð- ur, sem veirurnar eru nýbúnar að drepa, er hrærðar upp í púffer- upplausn og vökvinn því næst skilinn við lágan hraða, um það bil 5000 snúninga á mínútu. Botnfallið inniheldur einkum leifar af dauðum bakteríum og er því fleygt. Flotið, sem inniheldur bakt- eríuæturnar, er hirt. Það er þvínæst skilið aftur, en nú við meiri hraða, oftast í kringum 10 þúsund snúninga á mínútu. Þessi liraði er þó dálítið breytilegur eftir stærð þeirrar bakteríuætu, sem verið er að einangra. Nú l'alla bakteríuæturnar til botns, auk óhreininda úr dauðum bakteríum, sem ekki tókst að losna við, þegar skilið var í fyrsta sinn við minni hraðann. Flotið inniheldur hins vegar ýmis óhreinindi, sem eru léttari en bakteríuæturnar. Því er fleygt, en botnfallið leyst upp á nýjan leik og skilið aftur við 5000 snúninga. Er nú skilið til skiptis við lágan og háan hraða, unz botnfallið inni- heldur eingöngu bakteríuætur og engin óhreinindi úr bakterí- unum. Við efnagreiningu á lireinsuðum bakteríuætum hefur koinið í Ijós, að þær eru gerðar úr eggjahvítuefnum og kjarnasýru. Allar bakteríuætur, sem liafa verið efnagreindar, innihalda kjarnasýruna DNA, desoxyribonukleinsýru, sem annars er eingöngu í litþráð- um frumukjarnans. Er DNA-magnið 40% eða meira af þyngd veir- unnar. Til er urmull af mismunandi bakteríuætum, og eru þær mjög sérhæfðar með tilliti til þeirrar bakteríutegundar, sem þær velja sem fórnarlamb. Eru bakteríuætur stundum notaðar við greiningu á bakteríustofnum, til dæmis mismunandi stofnum af stafýlókokk- um. T-ætur eða kólíætur hafa verið rannsakaðar mest af öllum bakt- eríuætum og eru því bezt þekktar. Kólíætur ráðast á kólíbakterí- una, Esclierichia coli, stofn B. Eru til að minnsta kosti sjö afbrigði af þeim, og eru þær númeraðar frá einum og upp í sjö. Það er hægt að aðgreina þær með ýmsu móti, til dæmis með serólógískum að-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.