Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 19 ferðum og með því að atliuga, hvers konar skemmdum þær valda í bakteríugróðri. Einnig hefur komið í ljós, að flest afbrigðin eru mismunandi að útliti. Stærð og lögun kólíætanna er rannsökuð í rafeindasjá. Hreins- aðar kólíætur eru hrærðar upp í eimuðu vatni eða púfferupplausn, venjulega ammóníum-acetat eða ammóníum-benzóat púffer, sem síðan er úðað á örþunna kollodíum-himnu, sem lögð hefur verið yfir lítið kringlótt koparnet. Er netið haft til stuðnings himnunni. Áður en netið er látið inn í rafeindasjána, þarf að þurrka kólíæt- urnar. Lengi vel var þetta einfaldlega gert á þann hátt, að vatnið var látið gufa upp við stofuhita. Mönnum varð þó fljótlega ljóst, að veirurnar aflöguðust við slíka loftþurrkun. Eftir því sem vatns- droparnir utan um veiruagnirnar gufa upp og minnka, eykst yfir- borðsspennan í dropunum, og um leið og yfirborð þeitra snertir veirurnar aflagast þær af kröftunum í yfirborði dropans. Fyrir nokkr- um árum voru fundnar upp tvær nýjar þurrkunaraðferðir, þar sem komið er í veg fyrir skemmdir af völdum yfirborðsspennunnar. Önnur aðferðin er í því fólgin, að vökvinn er frystur niður fyrir -4-75 gráður á Celsíus um leið og honum er úðað á netið. Því næst er ísinn látinn gufa upp eða súblímera í vakúmi við -4- 50 gráður. Gætir yfirborðsspennunnar þá ekki. Þegar búið er að þurrka veir- urnar, eru þær venjulega skyggðar með einhverjum málmi, áður en þær eru látnar inn í rafeindasjána til athugunar. Leggst þunnt lag af málminum yfir kollodíum-himnuna. Hleðst hann einkum á veirurnar, þannig að dreifing rafeindanna í þeim eykst og myndin, sem rafeindasjáin gefur af þeim, skýrist að miklum mun. Við rannsókn á kólíætum í rafeindasjá hefur komið í ljós, að þær eru gerðar af sexstrendum bol, sem mjókkar í pýramída til beggja enda. Ut úr öðrum endanum gengur hali. Á kólíætum 2,4 og 6 er hann lengri en bolurinn og með smáhnúð á endanum. Kólíætur 1 og 5 eru með langan mjóan hala, en 3 og 7 með mjög stuttan hala. Áður en frostþurrkunaraðferðin var tekin í notkun, álitu menn, að þær væru halalausar. Þá var einnig álitið, að bolur kólíætanna væri kúlulaga eða sporöskjulagaður. Stafaði það af því, að yfirborðs- spennan flatti kantana á honum, um leið og vatnið gufaði upp. Hali kólíætanna og bolur eru gerðir úr eggjahvítuefnum, og er kjarnasýran falin inni í bolnum. Hægt er að rífa gat á bolinn, þannig að kjarnasýran kemur út. Er það gert á þann hátt, að salt-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.