Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 32
26 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 4. mynd. Tvær bakteríur að leysast í sundur. Bakteríuætur og leifar af frymi streyma út. (Luria). bolir með hala, en án kjarnasýru. Loks er kjarnasýrunni komið fyrir inni í bolnum, og þá er bakteríuætan fullgerð. Hægt er að fylgjast með, hvernig veirurnar verða til, með því að brjóta sýktar bakteríur í sundur og rannsaka innihaldið í rafeindasjá. Hinir einstöku hlutar bakteríuætanna verða þannig til hver í sínu lagi, og því næst eru þeir settir saman smám saman, unz veiran er full- gerð. Hinar fullgerðu bakteríuætur safnast fyrir inni í bakteríunni, og koma út úr henni í einum hóp, þegar hún leysist í sundur. Menn hugsa sér, að kjarnasýra móðurveirunnar starfi eins og mót, sem kjarnasýrur hinna nýju veira mótast í. Einnig lilýtur hún á einhvern hátt að ráða gerð eggjahvítuefnanna og hvernig þau eru sett saman í hala og bol. Sennilega hagar veirukjarnasýran sér nákvæmlega eins og kjarnasýran í genum heilbrigðra fruma, þegar þau tvöfaldast fyrir frumuskiptingu. Það má í rauninni líta á kjarnasýrur bakteríuætanna sem gen eða litþráðahluta, sem slitnir hafa verið úr samhengi við frumuna og hafa þannig að nokkru leyti öðlast sjálfstæða tilveru. Þannig hafa líffræðingar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.