Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 43

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 37 hæð. 5—8 ára plöntur eru aðeins nokkurra þumlunga liáar. En þeir geta orðið um 200 ára gamlir. Ríkið Arizona hefur Sahuaro- kaktus í merki sínu, en þar eru þeir algengir í grýttum hlíðum. Haukar gera hreiður sín í greinaöxlum þeirra og spætur og uglur verpa í holum og rifum stofnanna. Fuglarnir búa þarna í öruggu virki, varðir þyrnum. Sahuaró-kaktusinn ber stór vaxhvít blóm á stöngultoppunum. Opnast hvert blóm aðeins eina nótt. — Orgel- kaktusinn (Pitaya) í Mexíkó og Suður-Arizona er einnig risavax- inn. Stórar kaktussúlurnar standa þétt líkt og pípur í orgeli. Indíán- ar og Mexíkanar gera aldinmauk, sætamauk og jafnvel kaktusvín úr olífugrænum aldinum hans. „Öldungurinn" kallast einkennilegur greinalaus súlukaktus, sem vex í klettahlíðum í Mexíkó. Hann ber langa þyrna í löngu ull- hári, sem getur orðið 30 cm á lengd. Inni í stofum er allvíða rækt- aður annar, lágvaxinn „öldungur" (Ceplialocereus senilis), sem verður með aldrinum þakinn síðu, gráhvítu hári. Hvassir þyrnar leynast í hárinu. Margir súlukaktusar blómgast á nóttum. „Nætur- drottningin“ í Mexíkó (La Reina de Noche) ber fjölda saman- flæktra, skriðulla eða klifrandi stöngla. Vaxa bugðóttir stönglarnir oft í bendum innan um runna og limgerði. Venjulega er þessi „drottning" heldur óhrjáleg, en hún heldur blómahátíð eina nótt á ári. Þá opnast blómknapparnir hver á fætur öðrum og stór, hvít eða Ijósrauð blóm koma skyndilega í Ijós. Þessi blóm eru um 20 cm í þvermál og 30 cm löng, með kt'ans fölgulra eða hvítra fræfla. Þau ilma langar leiðir og fólk gengur á ilminn til að líta hina dýrð- legu blómasýningu næturdrottningarinnar. Ýmsar svipaðar tegund- ir eru til. Líkjast sumar helzt dauðum greinum mestan hluta árs- ins, en verða skyndilega hvítar af blómum eina nótt (oft um 15. júní í S.V-Bandaríkjunum). Við Punahou-skóla í Honolulu er múrveggur einn frægur, um hálf ensk míla á lengd, þakinn rækt- aðri næturdrottningartegund. Heíur sú verið ræktuð öldum sam- an í Kína, en forfeður hennar munu ættaðir frá hitabeltislöndum Ameríku. Talið er að á þessum eina vegg springi út fixnm þúsund blóm á einni nóttu! Hér á landi er a. m. k. ein næturdrottningar- tegund (Cereus grandiflorus) ræktuð í stofum. Blómin eru oft gulleit og hvít, um 20 cm í þvermál. Er oft beðið árum saman eftir „nótt drottningai'innar". Þyrnar eru vörn flestra kaktusa gegn ásókn dýranna. En sumar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.