Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
37
hæð. 5—8 ára plöntur eru aðeins nokkurra þumlunga liáar. En
þeir geta orðið um 200 ára gamlir. Ríkið Arizona hefur Sahuaro-
kaktus í merki sínu, en þar eru þeir algengir í grýttum hlíðum.
Haukar gera hreiður sín í greinaöxlum þeirra og spætur og uglur
verpa í holum og rifum stofnanna. Fuglarnir búa þarna í öruggu
virki, varðir þyrnum. Sahuaró-kaktusinn ber stór vaxhvít blóm á
stöngultoppunum. Opnast hvert blóm aðeins eina nótt. — Orgel-
kaktusinn (Pitaya) í Mexíkó og Suður-Arizona er einnig risavax-
inn. Stórar kaktussúlurnar standa þétt líkt og pípur í orgeli. Indíán-
ar og Mexíkanar gera aldinmauk, sætamauk og jafnvel kaktusvín
úr olífugrænum aldinum hans.
„Öldungurinn" kallast einkennilegur greinalaus súlukaktus, sem
vex í klettahlíðum í Mexíkó. Hann ber langa þyrna í löngu ull-
hári, sem getur orðið 30 cm á lengd. Inni í stofum er allvíða rækt-
aður annar, lágvaxinn „öldungur" (Ceplialocereus senilis), sem
verður með aldrinum þakinn síðu, gráhvítu hári. Hvassir þyrnar
leynast í hárinu. Margir súlukaktusar blómgast á nóttum. „Nætur-
drottningin“ í Mexíkó (La Reina de Noche) ber fjölda saman-
flæktra, skriðulla eða klifrandi stöngla. Vaxa bugðóttir stönglarnir
oft í bendum innan um runna og limgerði. Venjulega er þessi
„drottning" heldur óhrjáleg, en hún heldur blómahátíð eina nótt
á ári. Þá opnast blómknapparnir hver á fætur öðrum og stór, hvít
eða Ijósrauð blóm koma skyndilega í Ijós. Þessi blóm eru um 20
cm í þvermál og 30 cm löng, með kt'ans fölgulra eða hvítra fræfla.
Þau ilma langar leiðir og fólk gengur á ilminn til að líta hina dýrð-
legu blómasýningu næturdrottningarinnar. Ýmsar svipaðar tegund-
ir eru til. Líkjast sumar helzt dauðum greinum mestan hluta árs-
ins, en verða skyndilega hvítar af blómum eina nótt (oft um 15.
júní í S.V-Bandaríkjunum). Við Punahou-skóla í Honolulu er
múrveggur einn frægur, um hálf ensk míla á lengd, þakinn rækt-
aðri næturdrottningartegund. Heíur sú verið ræktuð öldum sam-
an í Kína, en forfeður hennar munu ættaðir frá hitabeltislöndum
Ameríku. Talið er að á þessum eina vegg springi út fixnm þúsund
blóm á einni nóttu! Hér á landi er a. m. k. ein næturdrottningar-
tegund (Cereus grandiflorus) ræktuð í stofum. Blómin eru oft
gulleit og hvít, um 20 cm í þvermál. Er oft beðið árum saman eftir
„nótt drottningai'innar".
Þyrnar eru vörn flestra kaktusa gegn ásókn dýranna. En sumar