Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 43 Varamenn: Sigurður Pétursson, dr. phil. Ingimar Óskarsson, grasafræðingur. Aðalfundur Aðalfundur fyrir árið 1958 var haldinn í 1. kennslustofu Háskólans laugar- daginn 28. febrúar 1959. Fundinn sátu 12 félagsmenn. Fundarstjóri var kjör- inn Ingimar Óskarsson, grasafræðingur, og fundarritari Einar B. Pálsson, verk- fræðingur. Formaður minntist látinna félaga og skýrði frá starfi félagsins á liðnu ári. Iíosnir voru í stjórn fyrir árið 1959 þeir Jóhannes Áskelsson, Unnsteinn Stefánsson, Guðmundur Kjartansson, Gunnar Árnason og Sigurður Pétursson. Gerðar voru breytingar á lögum félagsins varðandi árstillög, kjörtímabil stjórnarinnar og stjórnarkjör og um boðun aðalfundar. Eru núgildandi lög birt hér á eftir skýrslunni. Fræðslustarfsemi Sjö samkomur voru haldnar á árinu og flutt erindi um náttúrufræði á hverri þeirra. Með því nær hverju erindi voru sýndar skuggamyndir. Ræðumenn og ræðuefni var sem hér segir: Jóhannes Áskelsson: „Fornskeljar og móberg í Mýrdal". Sigurður Þórarinsson: „Eifel — Hötting — Öræfi“. Guðm. Arnlaugs- son: „Hiti og kuldi“. Björn Jóhannesson: „Laudlýsing með aðstoð korta“. Sigurður Pétursson: „Nám í náttúrufræðum á fslandi". Unnsteinn Stefánsson: „Um lífskjör gróðurs og dýra í hafinu norðan fslands". Finnur Guðmunds- son: „Um fækkun og fjölgun íslenzku rjúpunnar“. Samkomurnar voru betur sóttar en nokkurt ár áður í sögu félagsins. Meðalfundarsókn 91 maður, fæstir 40, flestir 156. Ein fræðsluferð var farin, tveggja daga ferð um Snæfellsnes 6.-7. september. Þátttakendur voru 21. Fararstjóri og leiðbeinandi um jarðfræði var Jóhannes Áskelsson og leiðbeinandi urn grasafræði Ingimar Óskarsson. Margt var skoð- að og þótti ferðin takast ágætlega. Ú tgáf ustarf semi Sigurður Pétursson var áfram ritstjóri Náttúrufræðingsins og útgáfan var með sama hætti og árið áður. Fjárhagur félagsins Þess skal með þakklæti getið, að Alþingi veitt félaginu styrk til starfsemi sinnar, að upphæð kr. 20.000,00. Reikningar félagsins fara liér á eftir, og sömuleiðis reikningar yfir þá sjóði, sem eru í vörzlu félagsins.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.