Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 76

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 76
186 NÁTTÚRUFR. Tilkynning. Náttúrufræðingurinn heilsar með fögnuði því boði póst- stjórnarinnar, að taka á móti áskrift á blöðum og tímaritum, þegar útgefendur óska þess. Náttúrufræðingurinn tekur þessu boði með þökkum, því að það mun létta miklum störfum af út- gefanda, og spara kostnað. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, að einungis þeir, sem búa á stöðum, sem skip flytja póst til, geta notað þetta fyrirkomulag, því að það grípur einungis yfir flutn- ing með skipum. Þó geta menn, sem búa á öðrum stöðum, að sjálfsögðu falið öðrum að taka á móti blaðinu fyrir sig og koma því áleiðis. Vegna þess sparnaðar, sem þetta fyrirkomulag hefir í för með sér, geta þeir, sem strax panta Náttúrufræðinginn hjá ein- hverri póststofu, sem hefir afgreiðslusamband við skip, fengið ritið fyrir kr. 5,00 á ári, en fyrir aðra verður verðið því miður að vera kr. 6,00 framvegis, eins og það hefir verið hingað til. Þeir, sem hafa aðstöðu til þess að fá Náttúrufræðinginn eftir- leiðis fyrir aðeins 5 kr., geta því sagt ritinu upp, þar sem þeir hafa áður keypt það, hvort sem það var beint frá afgreiðslunni eða frá útsölumönnum, og um leið pantað á þeirri póststofu, þar sem þeir annað hvort taka á móti því sjálfir eða fela öðrum það. Á. F. Leiðrétting. í síðasta hefti Náttúrufræðingsins er grein eftir Steindór Steindórsson kennara, Nýjar íslenzkar plöntur (bls. 51). Steindór hefir leitt athygli mína að því, að á bls. 54 hefir lýsingin á safa- störinni (Carex diandra) alveg fallið niður, en aðeins stærðin er tilgreind. Lýsingin á að vera þannig: Stráin þéttstæð, sljó-þrístrend eða alveg sívöl neðst, hvass- strendari og snörp efst. Blöðin mjó, flöt, styttri en stráið. Smá- öxin aflöng eða egglaga, stilklaus, þéttstæð, í allstóru, brúnleitu samaxi. Axhlífarnar egglaga, stuttyddar, ljós-móleitar með Ijós- um himnufaldi, lítið eitt styttri en hulstrin. Hulstrin egglaga, gljáandi, brún, taugalaus eða með mjög óglöggum taugum neðst. Trjónan löng, smátennt efst, með grunnri sýlingu. All-stórvaxin stör, ca. 40 cm. á hæð, vex í mýrum. Eg bið lesendur ritsins, en þó einkum höfund greinarinnar vel- virðingar á þessari villu. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.