Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 76

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 76
186 NÁTTÚRUFR. Tilkynning. Náttúrufræðingurinn heilsar með fögnuði því boði póst- stjórnarinnar, að taka á móti áskrift á blöðum og tímaritum, þegar útgefendur óska þess. Náttúrufræðingurinn tekur þessu boði með þökkum, því að það mun létta miklum störfum af út- gefanda, og spara kostnað. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, að einungis þeir, sem búa á stöðum, sem skip flytja póst til, geta notað þetta fyrirkomulag, því að það grípur einungis yfir flutn- ing með skipum. Þó geta menn, sem búa á öðrum stöðum, að sjálfsögðu falið öðrum að taka á móti blaðinu fyrir sig og koma því áleiðis. Vegna þess sparnaðar, sem þetta fyrirkomulag hefir í för með sér, geta þeir, sem strax panta Náttúrufræðinginn hjá ein- hverri póststofu, sem hefir afgreiðslusamband við skip, fengið ritið fyrir kr. 5,00 á ári, en fyrir aðra verður verðið því miður að vera kr. 6,00 framvegis, eins og það hefir verið hingað til. Þeir, sem hafa aðstöðu til þess að fá Náttúrufræðinginn eftir- leiðis fyrir aðeins 5 kr., geta því sagt ritinu upp, þar sem þeir hafa áður keypt það, hvort sem það var beint frá afgreiðslunni eða frá útsölumönnum, og um leið pantað á þeirri póststofu, þar sem þeir annað hvort taka á móti því sjálfir eða fela öðrum það. Á. F. Leiðrétting. í síðasta hefti Náttúrufræðingsins er grein eftir Steindór Steindórsson kennara, Nýjar íslenzkar plöntur (bls. 51). Steindór hefir leitt athygli mína að því, að á bls. 54 hefir lýsingin á safa- störinni (Carex diandra) alveg fallið niður, en aðeins stærðin er tilgreind. Lýsingin á að vera þannig: Stráin þéttstæð, sljó-þrístrend eða alveg sívöl neðst, hvass- strendari og snörp efst. Blöðin mjó, flöt, styttri en stráið. Smá- öxin aflöng eða egglaga, stilklaus, þéttstæð, í allstóru, brúnleitu samaxi. Axhlífarnar egglaga, stuttyddar, ljós-móleitar með Ijós- um himnufaldi, lítið eitt styttri en hulstrin. Hulstrin egglaga, gljáandi, brún, taugalaus eða með mjög óglöggum taugum neðst. Trjónan löng, smátennt efst, með grunnri sýlingu. All-stórvaxin stör, ca. 40 cm. á hæð, vex í mýrum. Eg bið lesendur ritsins, en þó einkum höfund greinarinnar vel- virðingar á þessari villu. Á. F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.