Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 5

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 113 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimimiiimiiimiiiiiimimiiniiiimmmiiimiiiiiiiimmiiimiiiiiiiiimimmiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Hreyíingar plantnanna. Fljótt á litið virðast plönturnar algerlega jarðbundnar og hreyfingarlausar. En við nánari athugun sést brátt, að svo er ekki í raun og veru. Plönturnar hreyfa sig, þótt minna beri á því en hjá dýrunum. Má skipta hreyfingum plantnanna í tvo aðal- flokka eftir eðli þeirra, sem sé eðlishreyfingar og lífshreyfingar. I. Eðlishreyf.'ngar. Til þessa flokks heyra hreyfingar, sem ekki beinlínis orsak- ast af lífsstarfi plantnanna. Geta þær komið fram bæði hjá dauð- um og lifandi plöntum. Þegar dauðir plöntuhlutar þrútna ójafnt út af vökva eða þorna misfljótt, þá kemur oft fram hreyfing. Körfur þistilsins opnast í þurrviðri og lokast í votviðri. Líkt gild- ir um gró elftinganna. í röku veðri vefjast gróþræðirnir utan um gróið, en í þurki rakna þræðirnir upp og teygja úr sér. Oft hafa þessar hreyfingar mikla þýðingu við dreifing fræja. Ýms ald- in opnast skyndilega og fræin þeytast burtu frá plöntunni. Stafar þetta af misjafnri þenslu í aldinunum. Ytra borðið vex fljótar en innra borðið og kemur því fram vefjaþensla, er sprengir aldinið að lokum. Ýmsar belgjurtir, blágresi o. fl. notfæra sér vefjaþenslu til þess að dreifa fræjunum. II. Lífshreyfingar. Þær geta verið tvennskonar. 1 fyrsta lagi geta sumar plönt- ur flutt sig úr einum stað í annan, og í öðru lagi hreyfa jarðfast- ar plöntur sig á ýmsan hátt. a. Gró þörunga og sveppa, kynfrumur, bakteríur o. fl. geta hreyft sig úr stað. Nota þessar smáverur oft örsmáa þræði, bif- hár, sem hreyfitæki og synda með þeim. Sumar, t. d. kísilþörung- ar, skríða áfram. Margskonar skilyrði hafa áhrif á hreyfingarn- ar. T. d. eru rauðar brennisteinsbakteríur Ijósnæmar. Skíni dauft ljós á þær frá einni hlið, leita þær til ljóssins, en sé birtan mikil, forðast þær hana. Sumar tegundir geta aðeins hreyft sig úr myrkrinu til ljóssins, en komast ekki frá því aftur. Ljósið getur þannig orðið hrein og bein gildra fyrir þær. Efnanæmi er líka til hjá sjálfhreyfilegum plöntum. Ákveðin efni hæna þær að sér, en aftur á móti forðast þær önnur. Góð næringarefni og jafnvel sumar 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.