Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 10
118 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN .......................... Kirtilhárin hjá sóldögg og fleiri plöntum, sem á dýrum lifa, eru einnig næm fyrir snertingu og kemur það sér vel við veið- arnar. Kirtilhár þessi eru sömuleiðis næm fyrir hitabreytingum og vissum efnum, t. d. eggjahvítuefnum, og áhrifin berast frá einu hári til annars. Verður það til þess að öll hárin beygja sig brátt yfir bráðina, þótt aðeins eitt hafi orðið fyrir ytri áhrifum. Það er einskonar símasamband milli kirtilháranna. Þetta voru allt vaxtarhreyfingar, þ. e. ytri skilyrði, þyngd, ljós, raki, snerting o. s. frv. komu af stað einhliða vexti hjá plöntum eða plöntuhlutum. Stefna hreyfinganna var ákveðin af þessum áhrifum utan að. En það eru líka til vaxtarhreyfingar, þar sem hreyfingin er aðeins fram og aftur og stefna þeirra er þá ekki ákveðin af ytri skilyrðum. Ef lokuð blóm eru flutt úr kulda inn í hlýtt herbergi, þá opnast þau, af því að áhrif hitans örva neðri hluta blómblaðanna til vaxtar á efri hliðinni. Sé plant- an flutt á kaldan stað aftur, lokast blómin á ný. Á svipaðan hátt Lokuð og opin karfa af skarifífli (Leontodon). Eftir Detmer. hefir ljósið áhrif á ýmsar plöntur. Þær opna blómin á morgnana og loka þeim á kvöldin, t. d. mörg körfublóm. Opnunartíminn er mismunandi snemma fyrir mismunandi tegundir. Af opnun og lokun blómategunda má því ráða hve framorðið er. Á því bygg- ist blómaklukka Linné’s, hins fræga sænska grasafræðings. Tún- fífill og skarifífill opnast t. d. snemma á morgnana, tóbaksjurtin -á kvöldin o. s. frv. Áreiðanleg er þó blómklukkan ekki, þar oem breytilegt veður hefir áhrif á hana. Allar orsakast hreyfingar þessar af misjöfnum vexti í blaðgrunninum. III. Vökvaþensluhreyfingar. Þessar hreyfingar eru aðallega hjá fullvöxnum plöntuhlutum og stafa frá einhliða breytingum á vökvaþenslunni. Eru þær að minnsta kosti flestar sprottnar af ytri áhrifum á plöntuna. Svefnhreyfingar smárans eru alþekktar. Hann lokar blöðunum á kvöldin, en á morgnana opnast þau aftur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.