Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 12Í llllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHlllllllllllilllilllllllHIIIIIIIII síld og fer, líkt og hún, í torfum og flakkar víða, á vetrum út á haf, en á sumrin upp að löndum og lifir á ýmsum smáfiskum og síldarátu. í Norðursjó gýtur hún í júní—ágúst, á 10—15 m dýpi. Eggin eru svifegg og seiðin eru um hríð undir brennihveljum, líkt og seiði þorskfiska. Brynstirtlan er veidd nokkuð í Norðursjó, eins og við Slés- vík, og lengra suður, en er í litlum metum sem matfiskur. Hún er mjög litfögur og í vexti lík makríl, en auðþekkt frá honum, með- al annars á því, að eftir rákinni endilangri er þétt röð af bein- plötum, með hvössum broddi á miðju og ber einna mest á þessari rákarbrynju á stirtlunni, og vegna hennar nefndi Jónas fiskinn brynstirtlu. Annars sýnir myndin svip hans og í Fiskabókinni er honum lýst ítarlega. Fiskarnir, sem veiddust í Hafnarfirði, voru allir smáir, 12— 15 cm (á 2. ári?); nokkurir fleiri sáust samtímis, því að hinir veiddust, en hurfu brátt og varð fisksins ekki frekara vart. Má nú búast við að hans verði oftar vart hér og væri gott, að menn vildu veita honum eftirtekt og koma honum til Náttúrugripa- safnsins, ef hann næðist. B. Sæm. Álftaveiðar á íslandi. 1 gömlum ritum um Island er sumstaðar getið um mjög ein- kennilega aðferð við svanaveiðar, og fylgir það með, að henni hafi einungis verið beitt við unga svani. Veiðimennirnir földu sig á ákveðnum stöðum, og þegar álftirnar komu fljúgandi, ráku þeir upp óhemju org. Við þetta urðu álftirnar svo hræddar, að þær féllu til jarðar, og var þar hægt að ná þeim áður en þær átt- uðu sig. Gaman væri að vita, hvort nokkur af lesendum Náttúrufræð- ingsins skyldi hafa heyrt getið um þessa veiðiaðferð. Ef svo reyndist, væri Náttúrufræðingurinn þakklátur fyrir upplýsingar. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.