Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 125 liiiiiiiitiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimmmiiiiiiiiiimmiiMiiiiiaiimiimmiiiiiimmimmiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiifiiiiiimiiiimiiiiiiiii hitabreytinguna. Daglega er mjóum hitamæli stungið í nokkra þeirra og þannig sannfærzt um, að hitinn í þeim sé alltaf jafn. Banönunum er eiginlega sýnd meiri nákvæmni en mönnum, jafn- vel sjúklingum. — Þegar til Evrópu kemur, er farið með banan- ana inn í nokkurskonar gróðurhús. Við komuna þangað voru þeir enn þá grænir. Nú er rakt og heitt loft látið leika um þá (líkt og þeir væru enn þá í frumskóginum), þeir skipta þá smám saman lit við frekari þroskun og verða gulleitir, eins og við þekkjum þá. Nú fyrst eru þeir hæfir til að sendast burtu sem söluvara. — Þetta var æfintýri bananans, það var margbrotnara en flestir halda. Ingólfur Davíðsson. Einkennilegur túnfífill. Túnfífill sá, sem hér greinir, er fundinn sumarið 1932, 15. ágúst, í svonefndum Túnhala í túninu á Ósi í Steingríms- firði, og er einkum eftirtektarverður vegna blaðanna ofan til á stönglinum. Það er nú að vísu vitanlegt orðið, að „túnfífillinn" er ekki ein tegund út af fyrir sig, heldur margar, 6 eða fleiri. Tegundir þessar eru mjög líkar að útliti og þess vegna einungis á meðfæri sérfræðinga, eða annara þeirra, sem vel eru að sér í þessum fræðum, að greina þar á milli, og gera lýsingar af þessum tegundum. Um þennan fífil skal ekkert sagt, hvort það er „egta“ túnfífill eða ekki, en hann hefir engin sjáanleg auð- kenni fram yfir vanalegan túnfífil nema þessi blöð á stönglin- um ofan til. Guðbrandur Magnússon.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.