Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 18
126 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lllllll IIIIIIIIIII1111 lllllllll IIIII ||||||||||||tll||llllllltlllll)l II111IIIUIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII ll|||||||(||||||| lllllHllllllllllllllllllllt II ■: :.»•! - *: ■ - : : Ferð um sólkerfið. Við mennirnir erum ekki enn þá komnir svo langt, að við get- um tekist ferð á hendur til þess að skoða tunglið, sólina og stjörn- urnar, en sjónaukar vorir geta dregið ,,himintunglin“ nær okkur og sparað ferðalagið. Sjónaukarnir hafa lagt himingeiminn und- ir manninn, ef svo má að orði komast. Með þeim getur augað skyggnzt inn í leyndardóma f jarlægra hnatta. Ekkert nema ógagn- sæ efni geta stöðvað rás geislanna utan úr geimnum inn í sjón- aukann. Og þar sem sjónaukanum verður ekki beitt, tekur stærð- fræðin við, og gerir mannsandanum fært að skapa sér mynd af veröldinni lengst út í hinn „yzta“ geim. Á síðari árum hefir verið lagt mikið kapp á að rannsaka iður stjarnanna. Þar hafa stærð- fræðingar og stjörnufræðingar unnið hlið við hlið. Með stjörnu- sjónaukanum getum við skoðað stjörnurnar, en með stærðfræð- inni dregið ályktanir af því, sem við sjáum. Stærðfræðin og stjörnufræðin 1 sameiningu hafa því gefið ímyndunarafli manns- ins einskonar undravél, — ferðavél, til þess að ferðast á um geiminn og kanna hann og íbúa hans, stjörnurnar. Út í geiminn. Við stígum nú, lesari góður, upp í ferðavélina, og látum hleypa henni af stað í áttina til sólarinnar. Byrjunar- hraði vélarinnar verður að vera það mikill, að við getum sigrað aðdráttarafl jarðarinnar. Ef við förum af stað með 11 km. hraða á sek., er okkur borgið, ferðavélin okkar þýtur þá upp úr gufu- hvolfinu, út í geiminn, þangað til sólin nær tökum á okkur með hinu trölleflda aðdráttarafli sínu, úr því getur vart mannlegur kraftur stöðvað ferð okkar til sólarinnar. Ef okkur tekst að kom- ast af stað með 11 km. hraða á sek., og halda þeim hraða, verðum við um 10 vikur á leiðinni til sólarinnar. Við erum ekki búin að vera nema eina sekúndu á leiðinni þegar við förum að sjá furðulegar nýjungar. Á örstuttri stundu breyt- ast allir litir eins og fyrir töfrakrafti. Himininn verður biksvartur, eins og um dimmustu nótt, og stjörnurnar skína eins og skærustu gimsteinar. Þær blika ekki lengur, eins og þær gerðu, þegar við horfðum á þær frá jörðunni — gegnum gufuhvolfið. — Sólar- ljósið er ekki lengur „mjúkt“, heldur „stálhart“ og hvítt. Það er engu líkara en náttúran hafi í einu vetfangi tapað hlýleik sínum og yndisþokka. Skýringin á þessum breytingum er sú, að nú, eftir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.