Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 127 liiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimmmiiiiiiiiimiimiiiiiiiimuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimMiiiiiiimiimiiiimimiimiiiiiiitiiiiii einnar sekúndu ferð, erum við komin út úr gufuhvolfinu, við sjáum nú ekki himininn í gegnum það, og við skiljum nú, hvaða þýðingu það hefir fyrir okkur jarðarbúa, til þess að gera heim- inn blíðan og þægilegan. Áður en við höldum lengra út í geiminn, viljum við spyrja vís- indin um orsökina til þessara breytinga, sem orðið hafa á um- heimi vorum. Yið hugsum okkur, að við stöndum á timburbryggju, sem hvílir á stólpum. Hver bylgjan á fætur annarri mæðir á hryggjunni. Bryggjustólparnir eru stóru bylgjunum lítill farar- tálmi, þær klofna á þeim aðeins í bili, en halda svo áfram í sömu átt, eins og ekkert hafi í skorizt. Á hinn bóginn eru bryggju- stólparnir smábylgjunum, gárunum, alvarlegur Þrándur í Götu. Þær verða að lúta í lægra haldi þegar þær mæða á stólpunum, breyta stefnu og endurkastast í ýmsar áttir. Stólparnir hafa með öðrum orðum hin gagngerðustu áhrif á smáu bylgjurnar, en veita þeim stóru lítt viðnám. Þessari viðureign bylgjanna við bryggjustólpana getum við líkt við baráttu þá, sem sólarljósið á í, til þess að komast til jarð- arinnar gegnum gufuhvolfið. í gufuhvolfinu er fjöldinn allur af örsmáum vantsdropum og óteljandi loftmólekýlum, sem bylgjur sólarljóssins mæða þrotlaust á, alveg eins og þegar bylgjur hafs- ins mæddu á bryggjustólpunum. Við getum líkt bylgjum hafsins við sólarljósið. Við vitum, að sólarljósið er samsafn af mörgum litum, það getum við séð, ef við látum geisla fara í gegnum þrístrent gler, eða gegnum vatns- flösku, og við getum einnig séð það í náttúrunni sjálfri, þegar sólargeislarnir brotna í regndropum loftsins og mynda regnboga. Við vitum einnig, að Ijósið er samsett af bylgjum, og að bylgjur, sem svara til mismunandi lita, hafa mismunandi lengd (stærð). Þannig eru bylgjur rauða ljóssins langar, en bylgjur bláa ljóssins stuttar. Þegar sólarljósið brýzt gegnum gufuhvolfið til jarðar- innar, mæða bylgjur þess á efnisögnum þeim, sem á vegi þess verða. Þetta hefir minnst áhrif á rauðu bylgjurnar, sem eru lengstar, en mest á þær bláu, þær endurlcastast að miklu leyti eins og gárarnir frá bryggjustólpunum. í sólarljósi því, sem kemst alla leið inn að yfirborði jarðarinnar, er því hlutfallslega minna af „hörðum“ geislum, stuttbylgjum, en í ljósinu, sem við sjáum um- heiminn í, eftir nokkurra augnablika ferð með 11 km. hraða á sek. út í geiminn. Þess vegna verður heimurinn harður sem stál, er við sjáum hann úr ferðavélinni okkar, enda þótt hann sé mjúkur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.