Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 22
130 NÁTTÚRUFRÆÐlNGtJRINN iiiiiiiiiniiiiiiiiliUiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii* legur er (11 km. á sek.), til þess að þau geti losnað undan áhrifum jarðarinnar og þotið út í geiminn. Á tunglinu er aðdráttaraflið svo lítið, að kúla, sem væri skotið úr riffli, þyrfti ekki að hafa nema 2]/2 km. hraða á sek., til þess að losna undan yfirráðum tunglsins, og þjóta út í geiminn. Við vitum, að tunglið snýr alltaf sömu „hliðinni“ að okkur hérna jarðarbúum, þ. e.: tunglið snýst í einn hring um ás sinn á meðan það fer einu sinni í kringum jörðina, þ. e. a. s. á einum mánuði. Af því leiðir aftur, að sólarhringur á tunglinu er heill mánuður, hver dagur er þá jafnlangur 14 jarðdögum. Hvaða staður sem or á tunglinu, er því 14 sólarhringa í senn undir áhrifum sólárinnar, og hitinn hlýtur því að verða mjög mikill um og eftir hádegi, þar sem sólar nýtur svo lengi, miklu meiri en á samsvarandi breiddar- stigi á jörðinni. Nú vitum við, að mólekýl lofttegunda fara þvi hraðar sem heitara er, og eftir útreikningi að dæma, ættu loft- mólekýl á tunglinu oft og einatt að ná hraða, sem er yfir ?A/% km. á sekúndu. En með þeim hraða myndu loftmólekýlin þjóta út í geiminn, og aldrei hverfa þaðan aftur, og þessa leið hefir gufu- hvolf tunglsins farið, tunglið hefir ekki verið nógu „sterkt“ vil þess að halda því, og þess vegna hefir það ekki öðlazt skilyrði til þess að ala líf eins og jörðin, sem eigi glataði sínu gufuhvolfi. Þótt fjöllin á tunglinu kynnu að freista fjallafara til þess að sýna afrek sín og glíma við þungar þrautir, verður það þó ljóst við nánari athugun, að eigi væri hollt mannlegum verum, að velja sér þar samastað. í fyrsta lagi yrðu vegfarendur að hafa með sér nægilegan forða af súrefni til öndunar. Auk þess yrðu þeir að vera við því búnir, að þola 100 stiga hita, ef þeir veldu sér vist sólarmegin, þar sem hitinn getur jafnvel orðið 120 stig, eða 20 stigum hærri en í sjóðandi vatni. Vitanlega gæti hann einnig valið skuggahliðina, en þá yrði hann að sætta sig við ca. 155 stiga frost. Reyndar væri hugsanlegt að fylgja rökkrinu eða aftur- eldingunum, en til þess þyrfti nokkuð hraðskreytt farartæki, þar sem þyrfti að fara hringinn í kring um tunglið á einum mánuði. Hollastur og endingarbeztur yrði líklega síðasti möguleikinn, en hann væri sá, að hverfa sem fyrst heim til móður jarðar. Úr hverju er tunglið? Fyrir nokkrum árum rannsakaði Frakk- inn Lyot tunglsljós, þ. e. sólarljós, sem endurkastast frá tungl- inu til jarðarinnar, og bar það saman við sólarljós, sem hann lét endurkastast frá ýmsum jarðefnum, t. d. leir, kalki og grjóti. Útkoman varð sú, að tunglsljósið reyndist öldungis ólíkt ljósi frá

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.