Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 133 iiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiimiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiimmiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii efldar kraftstöðvar í stöðugum gangi. Orka sú, sem hér losn- ar úr læðingi, hefir í för með sér ótrúlegan hita, beljandi eld- straumar brjóta sér leið út að yfirborðinu, og frá þeim geislar ljós og hiti út í geiminn. Sérhver ferþumlungur af yfirborði sól- arinnar tekur á móti orku frá iðrum hennar, sem nemur um 50 hestöflum á sek., og við hana verður sólin einhvernveginn að losna, svo að jafnvægið við umhverfið truflist ekki. Hér eru eld- gos, miklu stærri og ægilegri en nokkurntíma hafa átt sér stað á jörðinni. Stórar spildur úr yfirborði sólarinnar veltast inn á svipstundu, umhverfast blátt áfram til þess að losna við sem mestan hita á sem stytztum tíma út í kaldan geiminn. En allt þetta er engan veginn fullnægjandi. Himinháir eld- strokkar, hinir svonefndu prótúberansar, skjótast hér og hvar mörg hundruð þúsund kílómetra í loft upp. Það er engu líkara en yfirborð sólarinnar geti ekki losnað nægilega fljótt við ork- una, sem að innan streymir, nema með því að búa til risavaxið kerfi af hjálpartækjum, alla þessa furðulegu eldhveri, sem spúa ótrúlegu magni af fossandi eldi langt út í geiminn. Sumir af eld- strókunum standa næstum kyrrir um hríð, eins og þeir séu rót- fastir í yfirborði sólar. Aðrir þjóta með þúsunda kílómetra hraða á mínútu hátt í loft upp, og taka oft á sig hinar furðulegustu myndir. Þetta sést bezt í sólmyrkvum. í sólmyrkvanum 1919 voru teknar myndir af eldstróki, hann líktist ófreskju og var 560,000 km. á lengd með „haus og hala“, þ. e. „dýr“, sem hefði getað gleypt jörðina eins og „pillu“. Rétt eftir að myndin hafði verið tekin lyfti „dýrið“ höfði og hala í loft upp, á það komu fleiri og fleiri ,,fætur“, það lyftist til stökks, og var þegar komið 760,000 km. í loft upp, þegar sólin gekk til viðar. Þessir eldvargar eru þó ekki allt og sumt, sem við sjáum á yfir- borði sólarinnar. Hér og hvar getur að líta kolsvört undirdjúp, sem þeyta ýmsum logandi efnum hátt í loft. Þetta eru einskon- ar gýgar, sem við jarðbúar höfum kallað sólbletti. „Blettir" er nú ekki heppilegt orð, því að sumir þeirra eru svo stórir, að þeir gætu gleypt jörðina með „húð og hári“. Nú erum við komin svo langt á leiðinni til sólarinnar, að sól- in þekur um helming af himninum. Fyrir framan okkur er ólg- andi eldhaf, sem nálgast með ógnar hraða. Bráðum hlýtur ferða- vélin okkar að rekast óþyrmilega á, við verðum að vera við því versta búin. Nú eru logarnir ekki aðeins framundan og í kring- um okkur, sumir eru þegar komnir aftur fyrir. Við erum komin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.