Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 26
134 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiiiiiiii(iiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiii'.:íiii(iiii[iiiMii
inn í gufuhvolf sólarinnar, umkringd af elcíi til allra hliSa. Ef
við tækjum sýnishorn af þessu gufuhvolfi inn í vélina okkar og
gerðum á því rannsókn, myndum við komast að raun um, að sam-
setning þess er allt öðruvísi en á gufuhvolfi jarðarinnar, enda
þótt í því séu flest þau efni, sem hér eru í gufuhvolfinu. En í
þessu gufuhvolfi eru einnig margir málmar, eins og t. d. platína,
silfur og blý, og reyndar flest þeirra efna, sem við þekkjum hér
á jörðu vorri. En öll þessi efni eru hér í loftmynd, sem gufa, því
að hitinn er svo mikill, að ekkert þeirra getur einu sinni þrifist
í fljótandi ásigkomulagi, sem vökvi.
Hvernig er sólin að innan? Á hverri stundu óttumst við að
vélin okkar rekist á fastan eldvegg, og verði að engu á svip-
stundu. Við óttumst og bíðum, en ekkert verður. Við hljótum nú
að vera komin hundruð, þúsund, tugi þúsunda kílómetra inn í
eldhaf sólarinnar, en enn þá höfum við ekki ,,lent“. — Við nán-
ari umhugsun skiljum við hvernig í öllu liggur. Við erum komin
langt inn í sólina, en stöðugt verða aðeins lofttegundir á vegi
vorum. Jafnvel yzta gufuhvolf sólarinnar var of heitt til þess
að nokkurt efni gæti þrifist þar í fastri eða fljótandi mynd. Inni
í sólinni er margfalt heitara en þar, öll efni eru þar í gufumynd.
Á jörðinni og á reikistjörnunum eru greinileg takmörk á milli
hinna föstu og loftkenndu efna, þar sem gufuhvolfið mætir jarð-
skorpunni. Á sólinni og fastastjörnunum eru engin slík takmörk
hugsanleg. Gufuhvolfið og kjarninn eru úr sama efni og í sama
ástandi: loftkennd. — Og þar sem ekki verður nein föst tálmun
á leið ferðavélarinnar okkar, þýtur hún rakleiðis inn að miðdepli
sólar.
Þegar við vorum við yfirborð sólarinnar, þar sem eldvargar
stukku hátt í loft upp, sýndi hitamælirinn fjögur—fimm þúsund
stig. Þegar innar dró, í gufuhvolfið, — en þaðan sáum við síðast
jörðina, gegnum ólgandi eldblossa —, var hitinn kominn upp í
fimni—-sex þúsund stig. Úr því hækkaði hitinn mjög ört, og í
kjarna sólarinnar er hann hvorki meira né minna en 22 milljónir
stig. Ef við komumst nokkurntíma heilu og höldnu aftur til jarð-
arinnar, eigum við mjög örðugt með að gera okkur grein fyrir
slíkum hita. Ef við gætum hitað tveggja krónu pening upp í 22
milljónir stiga, mundi hitinn frá honum eyða öllum lifandi verum
á svæði, sem væri margir kílómetrar að þvermáli.
Og þó er þrýstingin kringum ferðavélina okkar ef til vill enn
þá athyglisverðari heldur en hitinn. Þrýsting gufuhvolfsins okk-