Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 145 llllllllllllllililllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliiiil eg hefi í höndum, þegar þetta er skrifað (22/10-37), en merk- ið er frá hr. Torfa Ólafssyni í Stakkadal á Rauðasandi, og hefir hann að líkindum merkt fuglinn sumarið 1936. B. Erlendis. 1) Tjaldur (Haemato'pus ostralegus, (L)), juv. Merktur (4/992), þ. 14. júní 1937, hjá Hvammi á Landi, í Rangárvallasýslu. Fannst sjórekinn hjá Musselburgh á Skotlandi um miðjan september 1937. 2) Duggönd (Nyroca marila marila (L)). Merkt (4/663), hjá Reykjahlíð við Mývatn, þ. 3. júlí 1935. Fannst dauð við Lough Derg (River Shannon) á írlandi snemma í maí 1937. 3) Skúfönd (Nyroca fuligula (L)), $? ad. Merkt (4/628), á hreiðri, hjá Grímsstöðum við Mývatn þ. 10. júlí 1935. Skotin þ. 16. okt. 1937 við sunnanvert Lough Neagh, á Norður- Irlandi. 4) Skúfönd (Nyroca fuligula (L)). Merkt (4/598) á Gríms- stöðum við Mývatn, þann 29. júní 1935. Drapst á símavír skammt frá Straumnesi í Orkneyjum, þann 17. nóv. 1937. Finnandinn telur, að þetta hafi verið duggönd (N. marila), en samkvæmt merkjaskrám hr. Jóhannesar Sigfinnssonar á Grímsstöðum er þetta skúfönd, og þar eð nafngreining hans á fuglum hefir ekki brugðist til þessa, held eg mér við hana þar til annað reynist sannara. 5) Toppönd (Mergus serrator. (L)). Merkt (3/371) á Gríms- stöðum við Mývatn, þann 10. september 1933. Skotin við ána Tay á Skotlandi, þann 20. janúar 1936. Tilkynning um þenn- an fugl barst mér fyrst í hendur þann 19. nóvember 1937. 6) Grágæs (Anser anser (L)). Merkt hjá Hvammi á Landi í Rangárvallasýslu, þann 8. júlí 1937. Skotin við Wexford Harbour á Irlandi, þann 27. Nóvember 1937. Þetta var ungi. 7) Grágæs (Anser anser (L)), juv. Ungi, merktur (2/330) hjá Hvammi á Landi, þann 14. september 1937. Skotinn snemma í desember 1937, hjá Invergowrie við ána Tay, skammt frá Dundee á Skotlandi. 8) Tjaldur (Hæmatopus ostralegus (L)), juv. Ungi, merktur (4/996), hjá Hvammi á Landi, þann 19. júní 1937. Kom fram (skotinn?) hjá Heysham við Morecambe Bay í Norður-Lan- caster á Englandi, um miðjan nóvember síðast liðinn. 10

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.