Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 42
150 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
........................................
Gróður í Slúttnesi.
Herra Steindór Steindórsson skrifaði í 2. árg. Náttúrufræð-
ingsins, 6. örk, um gróður í Slúttnesi og birti þar lista yfir 56
tegundir blómplantna og byrkninga, er hann fann þar 18. júní
1931. Hinn 26. ágúst 1936 kom eg í Slúttnes og stóð þar við tæp-
an klukkutíma og fór ekki um nema lítinn hluta eyjarinnar. Þá
aðgætti eg 25 tegundir til viðbótar þeim, er Steindór fann, og eru
þær þessar:
Axhæra (Luzula spicata), augnfró (Euphrasia latifolia), birki-
fjóla (Viola epipsila), blásveifgras (Poa glauca), bugðupuntur
(Deschampsia flexuosa), fjallasveifgras (Poa alpina), gullmura
(Potentilla verna), gullvöndur (Gentiana aurea), hálmgresi (Ca-
lamagrostis neglecta), Íslandsfífill (Hieracium islandicum), Ja-
kobsfífill (Erigeron borealis), kattarjurt (Radicula islandica),
kollstör (Garex festiva), lokasjóður (Rhinanthus crjsta-galli),
refshali (Phleum alpinum), reyrgresi (Hierochloa odorata), skari-
fífill (Leontodon auctumnalis), skammkrækill (Sagina procum-
bens), skriðdepla (Veronica scutellata), stjörnuarfi (Stellaria
crassifolia), svarthöfðastör (Carex atrata), síkjamari (Myrio-
phyllum alterniflorum), trefjasóley (Ranunculus hyperboreus),
vatnamari (Myriophyllum spicatum) og varpasveifgras (Poa
annua).
Varla er þess að vænta, að enn séu taldar allar tegundir blóm-
plantna og byrkninga, sem í Slúttnesi vaxa. Væri því æskilegt, að
einhverjir hinna mörgu, er þar koma, vildu bæta við þær upplýs-
ingar, sem þegar eru fengnar um tegundafjöldann. Má vera, að
við nákvæma leit mætti fylla hundraðið.
--; 1
Gvendarstöðum, 17. apríl 1937.
Helgi Jónasson.