Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 46
154 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiii MiiiiuiMi iiiMiiii iiiiiiin .....
þens.t hann út, unz hann springur. í 36 km. hæð er loftþrýstingin
aðeins um 1.5 mm, og má þá ætla, að rúmtak belgsins sé orðið
50 sinnum meira heldur en þegar hann var látinn laus. — Þegar
belgurinn spri'ngur, falla mælitækin til jarðar, en til þess að þau
falli ósködduð niður er fest við þau lítil fallhlíf, sem þenst út og
dregur úr fallhraðanum. — Þessa aðferð er helzt hægt að nota á
meginlandinu, þar sem þéttbýlt er, svo miklar líkur séu til þess
að tækin finnist.
Þá er ein aðferðin að hafa taug í belgjunum og draga þá
niður aftur. Ennfremur má nota flugdreka, nokkru stærri en þá,
sem drengir hafa oft að leikfangi. En með þessum síðastnefndu
áhöldum er varla hægt að kanna loftið í meira en 2—3 km. hæð.
Flugvélar hafa á siðari árum verið mjög notaðar til loftrann-
sókna og komast þær greiðlega í 5—8 km. hæð, en mest í 13 km.
Þá eru flugkúlurnar, sem við Pickard eru kenndar, og hafa kom-
izt í h. u. b. 23 km. hæð. Það hafa menn komizt hæst í loft upp.
— Loks er svo á síðustu árum íarið að nota sjálfvirkar litlar loft-
skeytastöðvar í sambandi við mælingatækin í mannlausum loft-
belgjum. Senditækið gefur frá sér merki í ákveðinni röð, sem gefa
til kynna þrýstingu, hita og hraða loftsins á meðan belgurinn
svífur hærra og hærra upp í loftið. Merkin má heyra á venjuleg
viðtæki og skrifa þau upp jafnharðan. Þá gerir ekkert til þótt
belgurinn eða áhöldin finnist ekki aftur, mælingarnar fást samt
sem áður. Þetta tæki, sem gert er af miklu hugviti og snilli, er
kennt við rússneskan mann, Moltchanof að nafni. Hollenzki veður-
fræðingurinn Cannegieter hafði nokkur af þessum tækjum með
sér út hingað sumarið 1933, og voru þau send upp hjá Flugskál-
anum í Vatnsmýrinni síðustu dagana í júlí, og heyrðust skeytin
úr allt að 20 km. hæð stundum.
Með öllum þessum mælinga-aðferðum hefir smámsaman feng-
izt gleggri og gleggri hugmynd um hitafar, þrýstingu og loft-
strauma allt upp í 35 km. hæð. Fyrst lengi vel sýndu mælingar
sífallandi hita eftir því sem hærra kom, og lá þá nærri að ætla,
að þannig héldi áfram, unz komið væri niður í allsherjar frost-
mark — 273 st., sem er sá mesti kuldi, sem hugsanlegt er að til
sé; og hingað til hefir ekki tekizt að framleiða með vélum meira
en ca. 270 st. frost.
En rétt eftir síðustu aldamót tókst frönskum veðurfræðingi,
Teisserence de Bort, að koma flugbelgjum með rannsóknatækj-
um í meira en 10 þús. metra hæð hvað eftir annað, og þá kom í