Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 58
166 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
miiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiimiiimiiimiiiiiiiiiimiiiiMiiii
Nr. 20. -u/ii. Sarpur: Grasvíðir, brum. Krækilyng, ber og greinar
(lítið). Aðalbláberjalyng, brum (mikið). Bláberjalyng,
brum (mikið).
Nr. 21. 2Vh. Sarpur: Sama og hjá nr. 20 + aðalbláberjalyng, ber,
og bláberjalyng, ber.
Nr. 22. -'Vn. Sarpur: Krækilyng, ber (mest) og greinar. Bláberja-
lyng, ber og brum.
Nr. 23. 2B/n. Sarpur: Krækilyng, ber og greinabútar (mikið). A8-
albláberjalyng, ber og brum (lítið). Bláberjalyng, ber
og brum (mikið).
Eins og listinn ber með sér, hafa fundizt leifar 11 eftirfar-
andi blómplantna í fæðu rjúpna þeirra, er rannsakaðar voru:
1. Grávíðir (Salix glauca L.).
2. Grasvíðir (Salix herbacea L.).
3. Fjalldrapi (Betula nana L.).
4. Kornsúra (Polygonum viviparum L.).
5. Krækilyng (Empetrum nigrum L.).
6. Þúfusteinbrjótur (Saxifraga groenlandica L.).
7. Vetrarblóm (Saxifraga oppositifolia L.).
8. Holtasóley (Dryas octopetala L.).
9. Aðalbláberjalyng (Vaccinium Myrtillus L.).
10. Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum L.).
11. Blóðberg (Thymus serpyllus L. var. prostratus).
Krækilyng (Empetrum nigrum) er sú plöntutegund, sem oft-
ast hefir fundizt hjá rjúpum þeim, er rannsakaðar voru. Hefir
það fundizt hjá 20 rjúpum eða hjá 87 % af öllum rjúpunum.
í sarpinum hefi eg fundið ber, greinabúta, brumknappa og blöð
þessarar tegundar, en í fóarninu nærri því undantekningarlaust
aðeins steina berjanna. Má búast við að steinarnir safnist fyrir í
fóarninu, vegna þess hve þeir eru tormeltanlegir, og stöðvist þar
ef til vill alllengi. Hjá 7 af þeim 20 rjúpum, sem nærzt höfðu á
krækilyngi, fundust engar leifar þess í sarpinum; eini vottur þess
að þær höfðu nærzt á þessari tegund, voru berjasteinar í fóarn-
inu. Er því mjög líklegt, að talan 20 (87 %) sé of há. Væri ef til
vill réttara að telja rjúpurnar, sem nærzt höfðu á krækilyngi, að-
eins 13 (57 %). Lítið ber á greinabútum í sarpinum fyrr en kom-
ið er fram í nóvemberlok. Þykir mér líklegt, að lyngið sjálft sé
aðallega vetrarfæða. Á sumrin og haustin, meðan nógu er úr að