Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 60
168 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
aimimiiimmimimimmmmmiiimiimmmmmimmmiimimiiiiiiiimimmiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiimiiiiMimiiiiiimit
um að tala þeirra plöntutegunda, sem rjúpan nærist á, mundi
hækka mikið, ef rannsóknunum yrði haldið áfram, einkum ef þær
næðu til mismunandi landshluta. Rjúpan er svo mikill nytjafugl,
að um gagnsemi slíkra rannsókna verður ekki deilt. Vegna hinna
fábreyttu náttúruauðæfa lands vors, ætti það að vera oss kapps-
mál, að geta hagnýtt oss auðsuppsprettur landsins sem bezt. —
Enda þótt rjúpnaveiðin hafi ekki mikla þýðingu fyrir þjóðarbú-
skapinn í heild sinni, er hún þó oft og tíðum til verulegs hagnaðar,
bæði fyrir þá sem veiðina stunda og eins þjóðina sem heild. En
til þess að geta hagnýtt oss íslenzka rjúpnastofninn á sem beztan
en þó skynsamlegastan hátt, verðum við að þekkja lifnaðarhætti
rjúpunnar til hlítar. Traust og haldgóð þekking á lifnaðarháttum
fuglanna, nytsemi þeirra og skaðsemi, er t. d. eini heilbrigði grund-
völlurinn, sem hægt er að byggja skynsamlega friðunarlöggjöf á.
Eins og kunnugt er, er rjúpnastofninn hér á landi, eins og víða
annars staðar, háður miklum sveiflum. Sum árin er rjúpnamergð-
in mjög mikil, en þess á milli sést varla rjúpa. Orsakir þessa fyrir-
brigðis vita menn ekki með vissu. Má þó telja víst, að farsóttir
séu oft orsök rjúpnaleysistímabila. Hér skal þó ekki farið nánar
út í þetta atriði, en aðeins bent á það, að rannsóknir á lifnaðar-
háttum rjúpunnar eru öruggasta leiðin, til þess að grafast fyrir
orsakir slíkra fyrirbrigða, og eins til þess að finna leiðir til að
koma í veg fyrir tjón, sem af þeim leiðir.
Línur þessar ættu að nægja til að sýna fram á, að vísinda-
legar rannsóknir á íslenzka rjúpnastofninum þurfa og verða að
fara fram í framtíðinni. Athuganir þær á fæðunni, sem hér birt-
ast, ber aðeins að skoða sem líftilfjörlegan lið í því starfi.
Finnur Guömundsson.