Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 64
J7 o NÁTTÚRUPRÆÐINGURINN
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIinillIIIIIIIMf IIIIIIIII..
árið 1854. Síðar komu fleiri raddir fram í sömu átt, og jafnvel í
Evrópu var um það talað, að vísindamenn ættu að senda bænar-
skrá til Bandaríkjaþings um að friða risafuruna. En áður en til
þess kæmi, hafði þingið alfriðað skóg einn, og má ekki eyðileggja
þar nokkurt tré, hver sem tilgangurinn er. í þessum skógi eru
hin nafngreindu tré, sem fyrr var getið, og Ameríkumenn telja
hann meðal sinna fremstu merkisstaða og nefna hann í sömu and-
ránni og Niagarafossinn og gljúfrin miklu við Colorado-fljót. Þá
hefir einnig verið stofnað stórt og voldugt félag, sem vinnur að
því, að risafuran og önnur náskyld tegund Sequoia sempervirens
verði alfriðaðar hvar sem þær finnast. Hefir því orðið mikið
ágengt, en þrátt fyrir það er sögin enn reidd að rótum ótal risa-
fura í skógum, sem ófriðaðir eru. Það er ekki einungis, að mikið
sé höggvið til nytja af tré þessu, heldur eyðileggst einnig mikið
við vinnsluna. Þegar hinir þungu bolir falla til jarðar, merst og
brotnar mikið af viðarmagni þeirra og verður til engra nytja.
Þannig er sagt að helmingur eða jafnvel þrír f jórðu hlutar bolsins
eyðileggist með öllu, og ekki kvað vera dæmalaust að sjö áttundu
hlutar hafi þannig farið forgörðum.
Þetta allt hefir valdið því, að sumir hinir fegurstu risafuru-
skógar eru nú úr sögunni, en samt sem áður er engin hætta á
lengur, að tegundinni verði útrýmt, því að bæði eru margir skóg-
ar friðaðir, og einnig eru risafurur nú gróðursettar víða um lönd.
Þannig hafa plöntur verið seldar til gróðursetningar í Evrópu
síðan 1853. Var það fyrsta gróðrarstöðin í Veitch í Englandi, er
hafði þær til sölu. Það er all-misjafnt hvernig tréð þrífst utan
heimkynna sinna. Þannig kvað það þrífast illa á austurströnd
Ameríku. En í Evrópu hefir það náð góðum þrifum bæði í Eng-
landi og Þýzkalandi. Á Norðurlöndum hefir það einnig verið gróð-
ursett, og eru falleg tré til víða í görðum. Eitt er þannig í grennd
við Hróarskeldu á Sjálandi. Austanfjalls í Noregi þolir það ekki
veturinn, en á suðurströnd Noregs og sumsstaðar á Vesturland-
inu þrífst það ágætlega; þannig eru bæði í Kristjánssandi og við
innanverðan Sognsæ, fagrar risafurur í skrúðgörðum.1)
Sequoia gigantea er hvorki hæsta né gildasta tré jarðarinnar.
Hæsta tréð er Eucalyptustréð, sem kvað vera 150 metra hátt, en
1) í grennd við Helsingfors hefi eg séð nokkrar risafurur í skrúðgarði,
þær voru enn ungar, en þó 20—30 metra háar, og virtust þrífast ágætlega.
St. Std.