Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 64

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 64
J7 o NÁTTÚRUPRÆÐINGURINN IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIinillIIIIIIIMf IIIIIIIII.. árið 1854. Síðar komu fleiri raddir fram í sömu átt, og jafnvel í Evrópu var um það talað, að vísindamenn ættu að senda bænar- skrá til Bandaríkjaþings um að friða risafuruna. En áður en til þess kæmi, hafði þingið alfriðað skóg einn, og má ekki eyðileggja þar nokkurt tré, hver sem tilgangurinn er. í þessum skógi eru hin nafngreindu tré, sem fyrr var getið, og Ameríkumenn telja hann meðal sinna fremstu merkisstaða og nefna hann í sömu and- ránni og Niagarafossinn og gljúfrin miklu við Colorado-fljót. Þá hefir einnig verið stofnað stórt og voldugt félag, sem vinnur að því, að risafuran og önnur náskyld tegund Sequoia sempervirens verði alfriðaðar hvar sem þær finnast. Hefir því orðið mikið ágengt, en þrátt fyrir það er sögin enn reidd að rótum ótal risa- fura í skógum, sem ófriðaðir eru. Það er ekki einungis, að mikið sé höggvið til nytja af tré þessu, heldur eyðileggst einnig mikið við vinnsluna. Þegar hinir þungu bolir falla til jarðar, merst og brotnar mikið af viðarmagni þeirra og verður til engra nytja. Þannig er sagt að helmingur eða jafnvel þrír f jórðu hlutar bolsins eyðileggist með öllu, og ekki kvað vera dæmalaust að sjö áttundu hlutar hafi þannig farið forgörðum. Þetta allt hefir valdið því, að sumir hinir fegurstu risafuru- skógar eru nú úr sögunni, en samt sem áður er engin hætta á lengur, að tegundinni verði útrýmt, því að bæði eru margir skóg- ar friðaðir, og einnig eru risafurur nú gróðursettar víða um lönd. Þannig hafa plöntur verið seldar til gróðursetningar í Evrópu síðan 1853. Var það fyrsta gróðrarstöðin í Veitch í Englandi, er hafði þær til sölu. Það er all-misjafnt hvernig tréð þrífst utan heimkynna sinna. Þannig kvað það þrífast illa á austurströnd Ameríku. En í Evrópu hefir það náð góðum þrifum bæði í Eng- landi og Þýzkalandi. Á Norðurlöndum hefir það einnig verið gróð- ursett, og eru falleg tré til víða í görðum. Eitt er þannig í grennd við Hróarskeldu á Sjálandi. Austanfjalls í Noregi þolir það ekki veturinn, en á suðurströnd Noregs og sumsstaðar á Vesturland- inu þrífst það ágætlega; þannig eru bæði í Kristjánssandi og við innanverðan Sognsæ, fagrar risafurur í skrúðgörðum.1) Sequoia gigantea er hvorki hæsta né gildasta tré jarðarinnar. Hæsta tréð er Eucalyptustréð, sem kvað vera 150 metra hátt, en 1) í grennd við Helsingfors hefi eg séð nokkrar risafurur í skrúðgarði, þær voru enn ungar, en þó 20—30 metra háar, og virtust þrífast ágætlega. St. Std.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.