Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 66
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiimiiiimmMiiiiimiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiimiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiimiiiiii Það er augljóst, að svo risavaxin tré, sem hér um ræðir, muni vera afargömul. Aldur hvers einstaklings er tiltölulega auðvelt að ákveða með því að telja árhringana. Þetta er sérstaklega auðvelt á risafurunni vegna endingargæða trésins, því að holir stofnar eru næstum ekki til. Þess vegna er risafuran einstæð til rann- sókna. Það hafa fundizt tré, sem eru um 3000 ára gömul, og mörg, sem eru á þriðja þúsund ára, og þó er óvíst, að elztu trén séu enn fundin. Þegar landnám Islands hófst, voru þessir 3000 ára trjárisar um 2000 ára gamlir. Þeir hafa lifað lengur heldur en öll saga Norðurlanda nær yfir, eða með öðrum orðum, allt frá þeim ííma, er steinaldarþjóðir bjuggu við Eystrasalt. Ekki vekur það minni furðu, er vér berum aldur þeirra saman við sögu annara þjóða. Þegar elztu grízku musterin voru reist, voru tré þessi orðin 500 ára gömul. Og um þær mundir er þau sáu fyrst dagsins ljós, lifðu menn á Egyptalandi, því forna menningarríki, sem enn höfðu ekki lært að nota járn, en höfðu eir í þess stað. Þannig hefir eitt einstakt tré lifað alla menningarsögu Evrópulandanna. Risafuran er eftirsótt til að sýna hana á söfnum. I British Museum er sneið af miðlungsstóru tré. Sneiðin er fáguð, svo að árhringarnir sjáist greinilega, og ýmsir merkisatburðir mann- kynssögunnar eru merktir í viðinn, við samtíma árhringi. Siða- skiptin verða þar ótrúlega nærri okkur, að maður ekki nefni stjórnarbyltinguna frönsku og Napóelon. Þeir, sem lifa jafnlengi og tré þessi, hljóta að þola margt mis- jafnt. Helztu áföllin, sem trén hafa orðið fyrir, og merki sjást um, eru skógareldar. En jafnvel skógareldarnir megna ekki að ráða niðurlögum þeirra, en setja aðeins merki í viðinn. Fyrir nokkrum árum var fellt tré, sem bar merki eftir brunasár frá árunum 1147, 1595, 1789, 1820, 1848, 1866, 1883 og 1895. Annað tré hafði spírað árið 271 fyrir Krists fæðingu. Þegar tímatal vort hefst, var stofn þess 4 metrar að ummáli við rótina. Árið 245 særðist það af skógareldi, en að 105 árum liðnum var sárið gróið. Árið 1441, þegar tréð var 1712 ára gamalt, brenndist það á ný, en sár það greri á 139 árum. Enn fékk það brunasár árið 1580, en það sér greri á 56 árum. Nú fékk það að lifa í friði í 277 ár. En árið 1797 þegar tréð var 2068 ára gamalt, lenti það ' versta brunanum, sem það nokkru sinni hafði þolað. Brunasárið var 6 metra breitt og 10 metra hátt. En ekki megnaði það samt að ráða niðurlögum tröllsins. Þegar tréð var fellt, höfðu þegar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.