Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 69

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 69
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 177 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIKIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII koman svo lítil, að trjágróður fær þar með naumindum þrifizt. Ef úrkoman er eitthvert ár neðan meðallags, kemur það greinilega í ljós á árhringunum, og nokkur þurrkaár í röð geta breytt skóg- lendi í eyðimörk. Rannsóknir árhringa trjáa í þessum löndum hafa leitt í ljós, að á árunum 1276 til 1299 voru þarna þurrkar miklir, og oftar miklu hafa þurrviðraskeið gengið yfir löndin. Svo langt er rannsóknunum nú komið, að sagt verður með full- kominni vissu, hvernig úrkomu hefir verið háttað þar í full þús- und ár, hvaða ár hafa verið meðalár að úrkomu, og hver fyrir neðan eða ofan meðallag. Að vísu geta menn ekki enn sagt um úrkomumagnið í millimetrum, en engu að síður verður úrkoman mæld með hinni furðulegustu nákvæmni, og er slíkt mikilvægt, ekki sízt þegar um svo langan tíma er að ræða. Öræfalönd þessi voru byggð löngu áður en Spánverjar komu til Ameríku. Þjóðir þær, er þar bjuggu, höfðu refst sér hús og borgir, og þær oft furðu stórar. Bústaðir þeirra voru ýmist niðri á sléttunum eða uppi í kiettum og gljúfrum. Þótt langur tími sé liðinn síðan þessar þjóðir liðu undir lok, hafa mannvirki þeirra geymzt furðu vel í hinu þurra loftslagi. Bæði húsveggir og viðir finnast enn í dag óskemmdir að mestu. Þarna var því mikið starf að vinna fyrir fornfræðinga, því að auk húsanna var þar gnótt ýmissa muna. En frumbyggjar þessir létu ekki eftir sig nein rit eða rúnir, sem af mætti ráða aldur mannvirkja þeirra, en hitt varð forn- fræðingum brátt ljóst, að þar var um miseldri allmikið að ræða. Eftir stílnum í munum þeim, er fundust, var reynt að skapa eins- konar tímatal, en mjög reyndist það á völtum fæti byggt. Þá datt forráðamönnum landfræðifélags Bandaríkjanna í hug að gera prófessor Douglas út af örkinni, til að reyna að ákveða aldur minja þessara með árhringarannsóknum. Þetta varð geysi- erfitt starf og krafðist langs tíma og mikillar vinnu, en að lok- um gaf það þó hinn fyllsta árangur. Það kom brátt í ljós, að ekki var hér unnt að fara eftir ár- hringum risafurunnar, heldur varð að finna nýjan grundvöll að reisa á. Það var gert á þann hátt, að rannsaka árhringa þeirra trjáa, er uxu á staðnum. Ef þar var t. d. 500 ára gamalt tré, og menn fundu síðan í rústunum bjálka, sem höggvinn hafði verið fyrir 400 árum síðan, þá höfðu þessir stofnar 100 árhringa, sem vaxið höfðu samtímis og sýndu samræmi í vexti, og jafnframt hafði fengizt tímatafla, er náði 800 ár aftur í tímann. Að vísu 12

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.