Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 74

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 74
182 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiii Fiskveiðar Evrópuþjóðanna. Á mynd þeirri, sem sýnd er á bls. 183 sést ýmislegt, sem við- kemur fiskveiðum Evrópumanna. Efst á myndinni eru teiknaðir nokkrir „fiskikassar“, og hver kassi á að tákna hundrað þúsund smálestir af fiski. Tala kassanna táknar heildarafköst þeirrar þjóðar, sem nefnd er undir kassaröðinni, eins og þau voru 1934. Ef við virðum myndina fyrir okkur, en það borgar sig, sjáum við hvernig Evrópu-aflinn hefin skipzt á milli aðal-fiskveiði- þjóðanna, þetta ár. Fyrstir koma Norðmenn með 796 þús. smá- lestir, þá Bretar með 691 þús., þá Þjóðverjar með 391 þús„ og íslendingar næstir — eða þeir fjórðu í röðinni — með 312 þús. smál. Næst á eftir okkur koma svo sex aðrar þjóðir í réttri röð. Á miðhluta myndarinnar eru sýndir „peningar“ mismunandi að stærð, það eru peningarnir, sem þjóðirnar fá fyrir aflann sinn. Þar standa Englendingar öllum ofar, því fyrir sinn afla hafa þeir fengið 270 millj. kr., þótt hann væri ekki nema röskum helmingi meiri en okkar afli. Ef við hefðum fengið slíkt verð fyrir okkar afla, myndum við hafa fengið 122 millj. kr. í aðra hönd, og hefð- um við þá sennilega getað þurrkað út allar utanríkisskuldir okkar á þessu eina ári. En það fór, því miður, öðruvísi; við fengum að- eins 27 millj. kr„ eins og sýnt er á myndinni. — Við vorum fjórða aflahæsta þjóðin þegar um aflamagnið var að ræða, en sú tíunda, þegar að því kom að innheimta andvirðið. — Hér er ekki tæki- færi til þess að skýra hvernig í þessu liggur, það verður að nægja að benda á þá erfiðleika, sem við eigum við að etja vegna þess, að næstum allur okkar markaður er í öðrum löndum, og af því að hin afskekkta lega landsins gerir okkur erfitt fyrir með að koma fiskinum nýjum og í verðmætasta standi á markaðinn. — Annar megin-aðilinn, sem að því stendur, að lækka það verð, sem við fáum fyrir fiskinn, er stóriðjan, þ. e. síldariðnaðurinn. Eins og allur annar iðnaður byggist hann á ódýru hráefni, — ódýr- um fiski. — — Og hvar fá nú Evrópuþjóðirnar allan þennan afla? Því svarar neðsti hluti myndarinnar. Þar sjáum við fiska, mismunandi stóra, eftir því magni, er miðin, sem tilgreind eru undir fiskun- um, skila. — Drýgstur er Norðursjórinn, í honum einum fisk- uðust árið 1934 1008 þús. smál. af fiski. Þar næst komu miðin við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.