Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 77
NATTURUFRÆÐINGURINN 183
iiiiiiiiiifiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmiiiimiiiimmKiimmiiiiiiiiimiiimiiiiii'iiiiimtimiiiiiiiiimmiiimiiiiiiimiiiiiii
Gísli Gestsson fot.
Friggjargras.
Við, sem búum norður í hafi við langa vetur og stutt og köld sumur, lát-
um hugann einatt reika til heitari landa með sífelldum sumrum og hávöxn-
um frumskógum, þar sem paradísarfuglarnir sitja í liminu og orchideurnar
standa í blóma allan ársins hring. — Hér vaxa engir frumskógar og para-
dísarfuglarnir væru dauðadæmdir, ef þeir væru fluttir hingað, en þótt fáir
geri sér það ljóst, þá spretta orchideur á okkar kalda landi. Af ættinni
Orchidacæ, sem er stærsta ættin af einkímblöðungum, vaxa aðeins átta teg-
undir á íslandi, og þótt þær séu óásjálegar, samanborið við hina suðrænu
ættingja sina, þá eru sumar þeirra meðal fegurstu jurta, sem hér spretta,
svo sem brönugrasið og ástag-rasið. Algengasta plantan hér á landi af þessari
ætt er þó friggjargrasið (Habenaria hyperborea). Það er frekar lítil planta
með gulhvítum blómum og sívölum forðarótum, nægjusöm planta, sem gerir
litlar kröfur til jarðvegs og veðurfars, eins og þeim hentar bezt, sem eiga
að dafna norður við heimskautsbaug. — Myndin, sem tekin er í júlílok 1937,
er af friggjargrasi í fullum blóma. G. G.