Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 79

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 79
NÁTTÚRUFKÆÐINGURINN 187 iiliiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiimiiimmiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiimmiiiiii!iii RITFREGNIR. Geir Gígja: Sumardagur í Öskjuhlíð. Sólskin 1937. Reykjavík, 1937. Barnavinafélagið Sumargjöf gefur út lítinn bækling, Sólskin, á hverju vori. Að þessu sinni fjallar bókin (Sólskin 1937) um náttúrufræðilegt efni. Höfundurinn hugsar sér kennslukonuna, sem heitir Finna, stefna fjórum ungum nemendum sínum, á aldr- inum 8—13 ára upp í Öskjuhlíð, þegar sól skín í heiði, og útsýn er hin fegursta um fjöll og flóa. Litlu nemendurnir spyrja læri- móður sína spjörunum úr um ýmislegt, sem fyrir augun ber. •— Fyrst eru fjöllin bláu, sem takmarka sjóndeildarhringinn til þriggja hliða. Hvað heita þau, og dalirnir, sem þau skýla, úr hverju eru þau? o. s. frv. Því næst er athyglinni beint að sjón- um. Finna verður að kunna nöfn á víkum, fjörðum, sundum, vog- um, eyjum og nesjum, því margt má sjá úr Öskjuhlíð, og allt vilja börnin vita. Og þá kemur röðin að blómunum, sem brekkurnar skrýða. Hvað heita þau, og hvernig lifa þau? Hvernig berast þau af á veturna, hvar eru þau þá? Þegar börnin hafa fengið að vita nokkur skil á þessu, er farið að athuga, hvernig umhorfs er undir steinunum, en þar er margt að sjá. Þar eru skordýr af ýmsum gerðum, fjölfættlur og margt annað stórmenni saman komið. Og um leið og þetta er athugað, fræðir Finna börnin um ýmislegt, sem ekki er hægt að sjá í Öskjuhlíðinni. — Ritið er prýtt niörgum góðum myndum. — Náttúrufræðingurinn vill mæla með þessari litlu bók fyrir börnin. Benjamín Sigvaldason: Æfintýri Afríkufar- ans. Þættir úr æfisögu Jóns Magnússonar, Fljótsdælings. Reykjavík, 1937. Þótt nafnið á þessari bók sé dálítið „skrúfað", og virðist heizt benda á fornbókmenntir, þá verður annað uppi á teningnum, þeg- ar bókin er lesin. í henni er rakinn kafli úr lífsferli alþýðumanns, sem ræðst til atvinnu í aðra heimsálfu. Lesandinn kynnist lífi verkamanna á hvalveiðistöð suður í Afríku. Hann fylgist með söguhetjunni gegnum þykkt og þunnt, gleði og sorg, vonir og vonbrigði. Þarna er sagt frá orustum við slöngur og stórhveli,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.