Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 15
NATTURUFRÆÐINGURINN 9
iminmmimiiiimiimiiiimimmimmmiiiimiiimnmmimmmmmmiHmmmmmmmmHmmiiiiiiiiiiimimmiiiiiiimi
B. 130—132 m. Völuberg, sumstaðar sendið. Lagið er misþykkt.
Mesta þykkt 2 m. Óglögg lagskipting.
C. 132—140 m. Leir, grár og lagskiptur.
D. 140—142 m. Gráleitur, illa lagskiptur leir með allt að því
hnefastórum steinum í á víð og dreif. 1 þessu
lagi eru leifar sjávardýra.
E. 142—150 m. Neðantil er þetta lag malarborinn, lagskiptur
sandur, upp á við verður
það meir og meir leirað,
og lagskiptingin hverfur.
í þessum efra hluta lags-
ins ber allmikið á greini-
lega ísnúnum steinum.
F. 150—151 m. Mjög greinilega lagskipt-
ur leir. (Hvarfleir?)
G. 151—153 m. Malarlag, greinilega lag-
skipt. Rautt af járnlá.
H. 153—159 m. Leirsteinn, lagskiptur
með greinilegum blaðför-
um í efst í laginu.
I. 159—170 m. Óseyrarlög,hallast suður.
K. 170—268 m. Grágrýti með jökulrisp-
uðu yfirborði.
Áður en plöntuleifarnar úr lagi H eru
ræddar, skal sjávardýranna úr lagi D get-
ið ofurlítið. Að tveimur tegundum undan-
teknum (smákröbbum) ræðir hér eingöngu
um lindýr. Smákrabbarnir eru Balanus
(crenata?) og Coronula sp. (brot). Því
miður er ekki hægt að ákveða hvalkopp-
inn til tegundar. En tvær tegundir hval-
koppa, önnur algeng, hin fágæt, sníkja á
reyðarhvölum, einkum hnúfubak, nú á
dögum hér við land (9).
Af lindýrunum er ein tegundin sæsníg-
ill, Natica sp. indeterminabilis (sumpart
sakir þess að yzta lag kuðungsins er upp-
leyst). Hinar lindýrategundirnar eru skel- j. Á. 1937
dýr. Þær liggja hér in situ, því að sam- 6 mynd jarðiagaskipUn
lokur eru tíðar. Þetta er tegundirnar: í Brimlárhöfða. (Að S.A.)