Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 16
10 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimmiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiMiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii 7. mynd. J. Á. 1937 Jarðlög- í Brimlárhöfða. Þau eru merkt á myndinni með sömu bókstöfum og í textanum. Astarte montagui f. typica?, Dillwyn. A. montagui var. striata, Leach. A. montagui var. Warhami, Hancock. A. borealis f. typica. Chemn. A. borealis var. placenta, Mörch. Saxicava arctica, Linné. Þó jökultoddan hafi ekki fundizt í þessu lagi, bera þó hinar fundnu tegundir greinilega með sér kuldasvipinn. Afbrigðið War- hami af astarte-tegundinni er ekki talið núlifandi við strendur landsins, en er fyrst algengt við Austur-Grænland. Og striata- afbrigðið af sömu tegund er nú á dögum fágætt við vesturströnd- ina, en við norður- og austurströndina, í kalda sjónum, er það talið algengara en aðaltegundin (f. typica) (10). í skeljalaginu í Brimlárhöfða eru það einkum þessi tvö afbrigði, sem fundizt hafa, og er jafnvel ekki alveg víst, hvort aðaltegundin er meðal þeirra, sem hefir verið safnað þaðan. Auk þess er ekkert af dýr- um þessa jarðlags suðrænar eða hlýsjávartegundir. í Brimlárhöfða heppnaðist mér ekki að finna ísrákir í yfir- borði basaltsins, sem molabergið hvílir á. Út frá jarðlagaskipun

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.