Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 20
14 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN * ■ 11111111111111111111111111111111111111111111 i 11111111111111111111111 ■ II1111111111111111111111 ■ 111111111111111111 ■ 111111111111111111111111111111111111111111111 ( tektarvert er, að frjókorn trjáa fundust engin í þeim sýnishorn- um, sem rannsökuð voru. Plönturnar úr laginu eru: stör, kræki- ber, reiðingsgras, síkjamari, nykra, skúfgras og auk þess mosar og þörungar, allt tegundir, sem lifa í landinu á vorum dögum. Að dæma út frá bjöllum þeim, sem dr. Þorkell fann í þessu lagi, hefir loftslagið verið svipað og það er nú og þó sízt kaldara. Þá hafa nefndir verið þeir staðir á íslandi, sem vér vitum um, að leifar lífvera, sem lifað hafa í landinu á jökultíma, finnast á. Að svo komnu máli getum vér ekki til fullnustu ákveðið innbyrðis aldur þessara jarðlaga. Telja verður víst, að sjávarmyndanir þær, sem að framan eru nefndar í fjöllunum á norðanverðu Snæ- fellsnesi, séu allar jarðfræðilega séð jafngamlar — séu frá sama „sumarskeiði jökultímans". Plönturnar úr jarðlagi H í Brimlár- höfða hafa vaxið, þegar heitast var á þessu skeiði. Verður að ætla út frá furunni að dæma, að þá hafi loftslag landsins verið hlýrra en nú. Eldra „sumarskeið“ frá jökultíma þekkist varla hér á landi. Kirkjufell og Brimlárhöfði hafa þá ekki verið aðskilin frá megin- fjalllendi nessins, og Breiðifjörður hefir ekki getað verið til, a. m. k. ekkert líkur því, sem hann er nú, því að óseyrarlögin sem hið ísnúna grágrýti í fjöllunum hvílir á, virðast ótvírætt vera mynduð af ám, sem komið hafa að norðan. Jarðlög Breiðuvíkur hljóta einnig að vera frá öndverðum jökul- tíma, en hvort þau eru jafngömul hinum snæfellsku myndunum, er ekki hægt að segja neitt um. Ekkert virðist þó mæla gegn því, að svo geti verið. Úr þeim er hægt að lesa svipaða veðurfarsbreyt- ingu, þó það eitt sanni ekki samaldur myndananna. Fossvogslög- in og ferskvatnsmyndanirnar úr Elliðaárbökkum eru yngri mynd- anir, ef til vill frá síðasta sumarskeiði jökultímans. Frá mjög áliðnum jökultíma eru Kópaskersbakkarnir. Að svo stöddu verð- ur tæpast nokkuð sagt með vissu um aldur Bakkakotsbrúna mið- að við hinar jökultímamyndanirnar. Til þess vantar nákvæmari rannsóknir af jarðlögum þessum og einkum af lífverum þeim, sem þau hafa að geyma. Ekki er þó ólíklegt, að þær séu frá sama skeiði og gróðurlagið í Brimlárhöfða. Tafla sú, sem hér fylgir, á frekar að gefa yfirlit yfir jarðlaga- skipunina á þeim stöðum, sem rætt hefir verið um, en að sýna, hverjar þeirra eru samtímamyndanir. I því tilliti er taflan að mestu leyti tilraun ein. Vonandi líður ekki á löngu, að rannsókn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.