Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 24
18 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN .ii;:iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Vilji menn skilja fuglamál, má drepa hrafn, skera úr honum hjartað, og geyma í munni sér undir tungunni. Einnig má taka bláa haukstungu, láta hana liggja í hunangi í tvo daga og þrjár nætur og bera síðan undir tungu sér, en ekki annars staðar í munninum, því hún er eitruð. Munnmæli um nátthrafna eru til í ýmsum löndum. Á ís- landi var sagt að hrafnar þeir, sem görguðu á nóttunni, væru ekki reglulegir hrafnar, heldur sálir óguðlegra manna. í Dan- mörku hafa svipaðar sagnir gengið um þann fugl, sem með réttu ber nafnið „nátthrafn“ (Caprimulgus europæus). í sumum sveitum var sagt, að þegar maríuerla sæist, vissi það á skipakomu. Annars er maríuerlan eins og kunnugt er, einhver mesti uppáhaldsfugl íslendinga og er það almennings trú, að sá sem eyði eggjum hennar, og verði ólánsmaður upp frá því. Vilji maður eignast ,,sprengirót“, til þess að ná með fjár- sjóðum, á maður að búa til hurð með lás og lykli og loka með því maríuerluhreiðri þegar fuglinn er fjarverandi. Þegar hann kemur heim til eggja sinna og unga og finnur hreiðrið læst, sækir hann lásagras, snertir hurðina með því, eða stingur því í skráargatið, en þá opnast hurðin skyndilega, og því heitir það lásagras. Taka skal grasið af fuglinum, þegar hann er að bera það að hurðinni, og má nota það síðan þegar maður vill. Varast verður sá, er grasið tekur, að ganga nokkurn tíma ber- höfðaður upp frá því, því fuglinn leitar hefnda, og situr um færi til þess að koma banvænum eiturormum á þann, sem gras- ið tók. Girnist menn að eignast lausnarsteina, skal þessum ráð- um fylgt: „Á Vitusmessunótt (15. júní), skal gengið í arnar- hreiður, og bundið band um gogg unganna, sem þá eru enn ófleygir. Þegar örnin kemur heim og sér hvernig komið er, gerir hún ýmsar tilraunir til þess að hjálpa ungunum og viðar að sér ýmsum steinum, sem hún heldur að geti leyst böndin. Að lokum reynir hún lausnarstein, og hann leysir böndin. Sum- ir segja að örnin sæki þrjá steina með mismunandi litum, og reyni hvern á fætur öðrum, þangað til hún finnur þann rétta. Sé maður ekki reiðubúinn til þess að taka steininn, flýgur örnin með hann út á fertugt dýpi og sekkur honum þar, svo að eng- inn annar geti notað hann seinna. Aðrir halda því fram, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.